fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Formaður Landssambands lögreglumanna gagnrýnir súlurit dómsmálaráðherra: „Það vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í þessar tölur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið birti í dag á vef stjórnarráðsins súlurit, sem sýnir heildarútgjöld til löggæslumála, í milljörðum talið, frá 2007 til 2019, samkvæmt fjárlögum. Varla er um tilviljun að ræða að súluritið sé birt núna, en Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra hefur reitt marga lögreglumenn til reiði á liðnum dögum vegna ummæla sinna um að aldrei hafi útgjöld til lögreglumála verið hærri en einmitt nú, en lögreglumenn hafa bent á að ekki sé þar öll sagan sögð.

Heildarútgjöld til löggæslumála - mynd

 

Vantar 2,8 milljarða

Formaður Landssambands lögreglumanna, Snorri Magnússon, segir að inn í súlurit dómsmálaráðherra vanti að minnsta kosti þá 2,8 milljarða króna sem „hurfu“ eftir hrun:

„Í þessu samhengi er rétt að skoða skýrslu sem heitir Staða lögreglunnar sem innanríkisráðuneytið gaf út árið 2012. Þar kemur fram að frá árinu 2008 til 2011 hafi fjárveitingar til lögregluembætta miðað við vísitölu í september 2012, lækkað um 2,8 milljarða. Ég efast ekki um að í krónutölum sé þetta súlurit alveg rétt að vissu leyti en slíkt ber að skoða í samhengi. Þarna er klárlega ekki búið að leggja inn þessa 2,8 milljarða sem hurfu á árunum 2008-2011. Sem segir okkur að það vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í þessar tölur.“

Snorri segir lögregluna einnig of fáliðaða. Fækkunin nemi 17 prósentum, í samanburði áranna 2007 og 2016 og bifreiðum hafi einnig fækkað eitthvað.

„Árið 2007 vori faglærðir lögreglumenn 712. Allt í allt voru þeir 827. Árið 2016 voru faglærðir alls 646, en allt í allt 706. Á höfuðborgarsvæðinu störfuðu 290 lögreglumenn. Þegar þetta er haft til hliðsjónar því að hér hefur orðið nokkur fólksfjölgun á þessum árum, ásamt stóraukningu í ferðamannastraumi, liggur fyrir að álagið á lögreglumenn er ansi mikið, líkt og segir í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi frá því í fyrra,“

segir Snorri. Í skýrslunni kemur fram að draga hafi þurft úr starfsemi lögreglu á öllum sviðum:

„Á árum áður ríkti einsleitni í fámennu samfélagi Íslendinga og einangrun landsins veitti visst skjól gagnvart alþjóðlegri skipulagðri brotastarfsemi en slíku er ekki til að dreifa í dag. Lögreglunni hefur ekki verið gert kleift að fylgja eftir þróun og breytingum samfélagsins. Frumkvæðislöggæsla krefst mannafla og fjármuna til lengri tíma. Í stað þess að lögreglumönnum væri fjölgað til þess að efla frumkvæðislöggæslu á sviði afbrotavarna fækkaði lögreglumönnum stórlega frá árinu 2007 og draga þurfti úr starfsemi lögreglu á öllum sviðum. Þessi skortur á frumkvæðislöggæslu gerir það að verkum að lögreglan fylgir ekki nægilega vel samfélagsþróun og býr þannig ekki yfir nauðsynlegri getu til að takast á við breytingar sem fylgja t.a.m. alþjóðavæðingu og skipulagðri glæpastarfsemi þvert yfir landamæri.“

Þar kemur einnig fram að:

  • Skortur sé á lögreglumönnum þ.m.t. rannsóknarlögreglumönnum
  • Ekki fari fram nægileg frumkvæðisvinna vegna manneklu og fjárskorts
  • Verkefnum lögreglu hafi fjölgað
  • Lögreglan glími við aukið álag
  • Fjarvist vegna veikinda og slysa hafi aukist
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega