fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Húðsjúkdómalæknir og styrktaraðili Trumps verður sendiherra í Reykjavík

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið nokkuð furðulegt ástand í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Eins og frægt var móðgaði Ólafur Ragnar Grímsson einn af fyrri sendiherrum, Carol von Voorst. Hún var kölluð til Bessastaða til að veita viðtöku fálkaorðunni, en þegar hún var á leið þangað fékk hún símtal þar sem henni var tilkynnt að hún myndi ekki fá orðuna.

Þetta þótti afar sérkennileg uppákoma og skýringarnar á henni hafa aldrei komið opinberlega fram. Sagan segir að ástæðan hafi verið sú að Ólafur sjálfur var móðgaður út í Bandaríkjastjórn. Eftir þetta leið nokkur tími og enginn bandarískur sendiherra kom til Íslands, heldur gengdu sendifulltrúar embættinu í forföllum.

Þegar öllu er á botninn hvolft eru sendiherrar kannski ekkert sérstaklega nauðsynlegir.

Síðasti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var Robert C. Barber, lögfræðingur sem var skipaður af stjórn Obamas. Hann var semsagt ekki diplómati að atvinnu. Barber hvarf héðan í janúar 2017, stuttu eftir að Donald Trump tók við völdum og síðan, í eitt og hálft ár, hafa Bandaríkin ekki haft sendiherra á Íslandi.

En nú er bætt þar úr.

Tilnefningin kemur dálítið á óvart. Nýi sendiherrann heitir Jeffrey Ross Gunter. Hann er læknir, með sérhæfingu í húðsjúkdómum. Starfar samkvæmt Google í Arizona. Ekki verður séð að Gunther hafi starfað neitt á vettvangi alþjóðamála.

Hann virðist hins vegar hafa gefið einhverjar fjárhæðir til kosningabaráttu Trumps árið 2016 og hann hefur verið virkur í félagsskap gyðinga innan Repúblikanaflokksins, Republican Jewish Coalition.

Fyrir mann af þessu tagi er sjálfsagt nokkur upphefð að verða sendiherra. Svona gerast kaupin á eyrinni í bandarískum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna