fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Bubbi er engum líkur, með aðdáendur frá níu til níræðs

Egill Helgason
Mánudaginn 20. ágúst 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens er ótrúlegur náungi.

Ég vann með honum í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum 1974. Ég var aðeins yngri en hann, bjó ekki í hinni frægu verbúð, en hef þekkt hann síðan.

Þá fannst mér hann vera furðuverk og svo er enn.

Í fyrra varð ég var við að krakkar í bekk sonar míns voru farin að hlusta á Bubba. 15 ára krakkar. Kári kom heim og fór með brot úr textum eftir Bubba.

Ég átti ekki alveg von á þessu.

Á menningarnótt var ég að ganga með Kára og níu ára frænda mínum. Ég sagði þeim að Bubbi gæti því miður ekki spilað vegna þess að hann hefði verið lagður á spítala með mein í nefi.

„Ooo,“ sagði níu ára strákurinn. „Mig langaði svo að sjá Bubba!“ Kári tók undir, þetta væru sannarlega vonbrigði.

Með þessu er  Bubba óskað góðs bata og megi hann sem fyrst fara aftur að gleðja unga og aldna með söng sínum og spili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna