Eyjan

Með kosningaáróðurinn úti á bletti

Egill Helgason
Laugardaginn 18. ágúst 2018 01:00

Það eru kosningar í Bandaríkjunum í nóvember og svona er kosningabaráttan háð – þetta er að minnsta kosti ein birtingarmynd hennar. Þessar myndir voru teknar í Nashville í Tennessee-ríki. Fólk setur skilti út á lóðina fyrir framan húsin sín með nöfnum frambjóðenda sem það styður. Þetta má sjá mjög víða. Kjósendurnir eru semsagt ekki feimnir við að taka afstöðu og sýna hana. Þeir fara ekki í launkofa mað stuðning við flokka og frambjóðendur. Maður ætti erfitt með að sjá svo útbreiddan kosningaáróður á Íslandi – við erum almennt gjarnari á að flíka því ekki hvað við kjósum.

Marsha Blackburn er afar hægri sinnaður Repúblikani, stuðningsmaður Trumps og í náðinni hjá forsetanum. Hann mætti meira að segja á fjöldafund hennar í Nasville til að styðja framboðið til Öldungadeildarinnar. Hún aðhyllist ekki þá skoðun að loftslagsbreytingar séu vandamál, hún dregur þróunarkenninguna mjög í efa og vill ekki láta kenna hana, hún er á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Blackburn hefur verið þingmaður í Fulltrúadeildinnni en sækist nú eftir sæti í Öldungadeildinni. Þar tekst hún á við Phil Bredesen, Demókrata sem var vinsæll ríkisstjóri í Tennessee á árunum, 2003 til 2011 og þar áður borgarstjóri í Nashville.

Vinir okkar í Nashville hrylla sig yfir Marsha Blackburn, finnst hún vera stækasta afturhald. Þeir styðja Bredesen. Nashville þykir nokkuð frjálslynd borg í ríki sem hefur ekki kosið Demókrata sem forseta síðan Bill Clinton var og hét. Hins vegar hafa Repúblikanar og Demókratar skipst á að vera ríkisstjórar. En Bredesen er enginn sérstakur róttæklingur. Hann er 74 ára, lætur ekki uppi mjög sterkar skoðanir, og getur höfðað út fyrir raðir flokksins.

Hér er svo annað skilti á húsalóð. Íbúarnir þarna styðja Karl Dean sem sækist eftir því að verða ríkisstjóri í Tennessee. Hann er fyrrverandi borgarstjóri í Nashville. Það fór heldur illa fyrir arftaka hans þar. Megan Barry heitir hún, var rísandi stjarna í Demókrataflokknum, en  komst í heimsfréttirnar síðastliðinn vetur þegar komst upp að hún hefði átt í ástarsambandi við einn af öryggisvörðum sínum og hefði eytt nokkrum fjárhæðum úr almannasjóðum til uppihalds hans.

 

ð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“