fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Benedikt segir frelsistal forsætisráðherra tálsýn: „Aldrei litið á sig sem full­trúa frjáls­ræðis held­ur þvert á móti for­sjár­hyggju á flest­um sviðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. ágúst 2018 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir í Morgunblaðinu í dag að ræða Katrínar Jakobsdóttur um frelsi á Hinsegin dögum hafi verið tálsýn, þar sem forsjáin sé ennþá einn helsti löstur flokksins:

„Nú leyn­ist eng­um að for­sæt­is­ráðherra er afar vel máli far­inn og íhug­ull stjórn­mála­maður. Því væri helst að vænta víðsýni úr þeim ranni VG og ekki úti­lokað að fram­sæk­inn póli­tík­us af þess­um armi stjórn­mál­anna gæti viljað söðla um, frá for­sjá til frels­is. Því miður reynd­ist þetta tál­sýn,“

segir Benedikt og heldur áfram:

„Ræðan var nefni­lega ekki um frelsi og ham­ingju al­mennt held­ur var aðeins rætt um að fólk skyldi hafa jöfn rétt­indi á öll­um sviðum, óháð kyn­hneigð, kyn­vit­und, kyn­ein­kenn­um og kyntján­ingu. Auðvitað er frá­bært að berj­ast fyr­ir því sjálf­sagða jafn­rétti, en ræðan end­ur­spegl­ar viðhorfið um að á sum­um sviðum eigi jafn­rétti og frelsi að ríkja, en ann­ars staðar viti ríkið og VG hvað öll­um er fyr­ir bestu.“

 

Fulltrúi forsjárhyggju

Hann segir VG vera fulltrúa forsjárhyggju á flestum sviðum:

„Unn­end­ur frjáls­ræðis glödd­ust þegar haft var eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að hún fagnaði ham­ingj­unni og frels­inu. Flokk­ur henn­ar hef­ur aldrei litið á sig sem full­trúa frjáls­ræðis held­ur þvert á móti for­sjár­hyggju á flest­um sviðum. VG er til dæm­is á móti fjöl­breyti­legu rekstr­ar­formi í skól­um og heil­brigðisþjón­ustu. Flokk­ur­inn vill ekki að fólk fái sjálft að ráða því hver hugs­ar um heil­brigði þess eða mennt­un og legg­ur stein í götu vel menntaðra ein­stak­linga sem vilja opna hér lækna­stof­ur. Þá er ekki spurt um getu lækn­is­ins eða hag al­menn­ings held­ur boðað að ríkið eitt skuli leysa all­an mann­anna vanda.
Að vísu boðaði ráðherr­ann að á Alþingi yrði lagt fram og samþykkt frum­varp um „fram­sækið lagaum­hverfi“ vegna þess að Íslend­ing­ar hefðu „dreg­ist aft­ur úr öðrum lönd­um í Evr­ópu hvað varðar laga­leg rétt­indi“. Illu heilli var ráðherr­ann þó ekki að boða víðtækt frelsi á öll­um sviðum, þjóðfé­lag þar sem all­ir ein­stak­ling­ar fengju að njóta sín án þess að ríkið reisti stöðugt hindr­an­ir gegn fram­taki þeirra.“

Svikin loforð

„Flokk­ur­inn hef­ur aldrei viljað frelsi al­menn­ings til þess að borða það sem hann vill og svík­ur jafn­vel gef­in lof­orð um auk­inn inn­flutn­ing á land­búnaðar­vör­um. Flokk­ur­inn hef­ur aldrei stutt frelsi í sjáv­ar­út­vegi held­ur þvert á móti viljað sér­merkja „kvóta­potta“ til val­inna hópa. Nú síðast hef­ur flokk­ur­inn for­ystu um að lækka gjöld á stór­út­gerðar­menn. Á leiðtoga­fund NATO, sem í nær sjö­tíu ár hef­ur verið brjóst­vörn friðar í Evr­ópu, mættu tveir svarn­ir and­stæðing­ar banda­lags­ins: Katrín Jak­obs­dótt­ir og Don­ald Trump.“

Og að lokum:

„Mikið væri gam­an að fá VG í lið með frels­inu al­mennt og setja svo á fulla ferð áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna