fbpx
Eyjan

Prestur segir erfiða æsku einkenni trúleysingja: „Hina sömu hefur brostið greind, karakterstyrk, fræðslu og hjálp til þess að leggja þetta að baki, fyrirgefa, gleyma“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 09:28

Séra Gunnar Björnsson, pastor emeritus, ritar í Morgunblaðið í dag hvar hann segir alvarlegasta vanda þjóðarinnar vera guðleysið. Í grein sinni víkur hann sérstaklega að trúleysingjum, nánar tiltekið þeim  sem „stofna um það félög“, en þar á Gunnar væntanlega við Vantrú og Siðmennt:

„Þeim, sem hæst hafa um guðleysi sitt, og það svo, að þeir stofna um það félög, hafa hlutirnir oft snúist til mótgangs og armæðu í bernsku eða æsku. Hina sömu hefur brostið greind, karakterstyrk, fræðslu og hjálp til þess að leggja þetta að baki, fyrirgefa, gleyma. Í meintu guðleysi eru ýmsir haldnir sektarkennd með grímu, það sækir að syndavitund í dularklæðum.“

Orð Gunnars má skilja sem svo, að trúleysingjar eigi það flestir sameiginlegt að hafa átt erfiða æsku. Má gera ráð fyrir að í því mengi séu fórnarlömb kynferðisofbeldis, sem Gunnar segir skorta greind og andlegan styrk til þess að fyrirgefa og/eða gleyma raunum sínum. Þá sé einnig grunnt á sjálfu trúleysinu, það sé aðeins „gríma“ og í raun séu þeir margir sem haldnir séu sektarkennd vegna þess meinta feluleiks.

Sakaður um kynferðisbrot en sýknaður

Gunnar var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur stúlkum af Hæstarétti árið 2009, þegar Gunnar var sóknarprestur á Selfossi. Var þó talið sannað að Gunnar hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem kært var fyrir, það er strokur, faðmlög og kossa, en sú háttsemi var á þeim tíma ekki talin sem kynferðisleg áreitni né ósiðlegt athæfi og hvorki særandi né móðgandi í skilningi barnaverndarlaga

Borgarstjórn vond við Hjálpræðisherinn

Gunnar hefur einnig áhyggjur af þverrandi áhrifum kristni í samfélaginu. Hverfi kristnin, fyllist það tómarúm af öðru efni. Hann fer um víðan völl í predikun sinni og skammar meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að gefa Hjálpræðishernum ekki lóð undir starfsemi sína og forseti Íslands, rektor Háskóla Íslands og fótboltamenn fá einnig á baukinn:

„Alvarlegasti vandi þjóðar okkar núna er guðleysið. Það vantar trúarvakningu í íslenskt mannfélag. Foreldrar ættu aftur að fara að biðja til Guðs með börnum sínum, sækja með þeim kirkju, kenna þeim kristindóm. Grunnskólarnir eru lokaðir prestum. Og þar eru engin kristin fræði. Fótboltahetjur okkar bíta flestar úr sér tunguna í fyrirmannlegri þögn, þegar fluttur er þjóðsöngurinn um Guð vors lands, en áhorfendurnir á pöllunum þenja sig að vísu fullum hálsi, og það svo, að við liggur, að sá vikni, sem heima situr við sjónvarpið, lítill fyrir mann að sjá. Ágætar héraðshátíðir eru haldnar, þar sem menn taka sér margt gott fyrir hendur, nema það að ganga í guðshús. Biskupsskrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa, allt um tugi fólks á launaskrá. Borgarstjórn Reykjavíkur er ekki góð við Hjálpræðisherinn. Aldinn blaðamaður er kvaddur í Gamla bíói. Rektor Háskóla Íslands útskrifar hundruð kandídata og kveður þá, án þess að biðja þeim blessunar Guðs. Við Guðfræði- og trúarbragðadeild Háskólans hafa að vísu tveir prófessoranna hlotið vígslu, en hvorugur þeirra hefur neina teljandi reynslu af prestskap. Á alþingi Íslendinga situr fólk, sem hegðar sér eins og það sé andstæðingar kirkju og kristni. Og hæstvirtur forseti vor leggur hornstein að vatnsorkuveri og óskar þess raunar, að blessun fylgi mannvirkinu, en segir ekki „Guðs blessun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Helga og Veigar ákváðu að skilja – Með milljón á mánuði en missti svo allt – Upplifir sig sem algjöran lúser

Helga og Veigar ákváðu að skilja – Með milljón á mánuði en missti svo allt – Upplifir sig sem algjöran lúser
Eyjan
Í gær

Vignir Árnason nýr formaður Ungra Pírata

Vignir Árnason nýr formaður Ungra Pírata
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hætta steðjar að Íslandi

Hætta steðjar að Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þeir eru dýrustu þingmennirnir

Þeir eru dýrustu þingmennirnir