fbpx
Eyjan

Abba var Evrópusamstarf

Egill Helgason
Föstudaginn 17. ágúst 2018 13:00

Maður bjóst varla við því að kæmi önnur Mamma Mia-mynd og hvað þá að hún yrði feikivinsæl eins og sú fyrri. Myndin á að gerast í Grikklandi, en við Grikklandsvinir erum dálítið móðgaðir sökum þess að hún er tekin upp í Króatíu.

Þegar maður sá Abba í Evróvisjón á sínum tíma bjóst maður ekki við því að þessi tónlist yrði svona langlíf. Fyrsta hugsunin var að þetta væru ósköp hversdagslegir Svíar í dálítið hallærislegum fötum. Í haust mun vera von á tveimur nýjum lögum frá Abba, sagt að það verði eitt poppað lag og annað rólegra. Þar verða þau öll saman, Agneta, Annifrid, Benny og Björn – einu sinni var þetta hjónaklúbbur, hljómsveitin leystist upp eftir skilnaði. En myndirnar af þeim að flytja lögin verða tölvugerðar, skilst manni.

Björn Ulvaeus, annar lagahöfundanna, var í skemmtilegu viðtali í Guardian um daginn. Hann segir að sig hafi aldrei órað fyrir þessum vinsældum. Bæði hann og Benny höfðu verið vinsælir tónlistarmenn í Svíþjóð áður en Abba varð til – og Benny er reyndar enn að spila með stórhljómsveit sína á Skansinum í Stokkhólmi á sumrin. En þar er ekki spiluð Abbamúsík, heldur er tónlistin í þjóðlegri stíl.

Ulvaeus nefnir það í viðtalinu að Abba hafi verið sannkallað Evrópusamstarf. Þetta hafi ekki bara verið engilsaxneskt popp, heldur hafi þau blandað inn í áhrifum frá norrænni þjóðlagatónlist, frönskum sönglögum, þýskum slögurum og ítölskum ballöðum.

Sjálfur segist hann vera Evrópumaður út í gegn, frjálslyndur húmanisti. Og hann segist ekki skilja Brexit, hvers vegna Bretar vilji ekki vera með vinum sínum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Þetta er dýrasti þingflokkurinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin endalausu Brexit-vandræði

Hin endalausu Brexit-vandræði