fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Stuðningsfólk Pírata líklegast til að ferðast ekkert í sumarfríinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 20:00

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu eða 60%, samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 26. júní til 3. júlí.

Kváðust 48% stuðningsfólks Framsóknarflokksins, 44% stuðningsfólks Viðreisnar og 43% stuðningsfólks Vinstri grænna, ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu. Af stuðningsfólki Flokks fólksins kváðust 20% ætla að ferðast utanlands, 18% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins og 17% stuðningsfólks Viðreisnar. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (17%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að ætla ekki að ferðast í sumarfríinu.

1806 Ferdalog x

Rúm 42% landsmanna hugðust ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríi sínu. Þetta er 3 prósentustiga aukning frá síðustu könnun, sem framkvæmd var á sama tíma í fyrra. Hlutfall þeirra sem hugðu á ferðalög bæði innan- og utanlands hefur hækkað jafnt og þétt síðastliðin þrjú ár. Hlutfall þeirra sem hugðu eingöngu á ferðalög utanlands hélst í stað milli ára en hlutfall þeirra sem hugðu eingöngu á ferðalög innanlands lækkaði um þrjú prósent á milli ára.

Hlutfall þeirra sem hugðu á ferðalög í sumarfríi sínu, innanlands, utanlands eða bæði innan- og utanlands, hélst í stað milli ára eða 91%. Þá kváðust rúm 9% ekki ætla í nein ferðalög í sumarfríinu.

1806 Ferdalog 3

 

Munur á ferðahögum Íslendinga eftir búsetu, heimilistekjum, aldri og stjórnmálaskoðunum

Fleiri konur (17%) en karlar (12%) kváðust ætla að ferðast utanlands í sumarfríi sínu en fleiri karlar (36%) en konur (31%) ætluðu að ferðast innanlands. Hlutfall karla og kvenna sem hugðust ferðast bæði innan- og utanlands var jafnt eða 42%.

Nokkur munur var á ferðatilhögunum eftir aldri. Ungt fólk (18-29 ára) virtist sérlega ferðaglatt en 46% þeirra kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu, samanborið við 38% þeirra 68 ára og eldri, 42% þeirra 50-67 ára og 41% þeirra 30-49 ára. Þá voru 68 ára og eldri líklegra en aðrir aldurshópar til að ætla ekki að ferðast neitt í sumarfríinu en 14% þeirra sögðust ætla að halda sig heima, samanborið við 9% þeirra 30-67 ára og 8% þeirra 18-29 ára.

Af þeim sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu kváðust 17% ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu, samanborið við 10% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni. Þá voru þau búsett á landsbyggðinni (39%) líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (31%) til að ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu.

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 946 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 26. júní til 3. júlí 2018

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna