fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 09:44

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tekur undir gagnrýni Sturlu Böðvarssonar á dögunum, í garð þeirra framkvæmda sem eiga sér stað í miðbænum í grennd við Alþingi. Sigmundur segir skipulagsmálin í miðbænum vera hörmungarsögu borgaryfirvalda, í pistli í Morgunblaðinu í dag, sem ber yfirskriftina „Af umsátrinu um Alþingi og óförum miðborgarinnar“:

„Ekki einu sinni helgir reitir fá að liggja í friði. Kirkjugarður þar sem Reykvíkingar voru jarðaðir í hátt í þúsund ár er grafinn upp til að koma fyrir fleiri hótelfermetrum. Með því er um leið þrengt að húsum Alþingis með hætti sem ég get ekki ímyndað mér að nokkurt annað þjóðþing í þróuðu ríki myndi láta bjóða sér,“

segir Sigmundur, sem er ekki hrifinn af listaverkinu Svörtu keilunni, minnisvarða um borgaralega óhlýðni, eftir hinn spænska Santiago Sierra, sem stendur andspænis Alþingi:

„Einhvern tímann lærði ég að ekki ættu að vera önnur listaverk við Austurvöll en styttan af Jóni Sigurðssyni til að undirstrika mikilvægi frelsishetjunnar. Við inngang Alþingishússins var þó nýlega reist sóvíesk stytta af fyrstu íhaldskonunni. Styttan er glæsileg þótt ég hafi efasemdir um staðsetninguna. Öllu verra er að gegnt íhaldskonunni liggur enn grjótið sem borgaryfirvöld létu henda fyrir framan Alþingishúsið. Grjót sem ágætur fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði til að yrði flutt í Landeyjahöfn. Annar fyrrverandi þingforseti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sá á sínum tíma þann kostinn vænstan að láta semja frumvarp um að Alþingi öðlaðist skipulagsrétt fyrir svæðið í kringum þingið. Það er löngu tímabært að það frumvarp verði að lögum. Illu heilli virðist þingið sjálft þó ætla að taka þátt í óförum miðbæjarins með því að láta reisa stóra, gráa steinsteypukassa undir skrifstofur þingsins. Vonandi verða þau áform endurskoðuð sem og önnur áform sem fela í sér eyðileggingu þess litla sem til er af gamalli byggð í höfuðborg Íslands.“

Viðsnúningur hjá borginni

Sigmundur segir borgaryfirvöld hafa breytt um stefnu í skipulagsmálum, þar sem ásóknin í fermetra ræður för:

„Um tíma virtist rofa til í skipulagsmálum borgarinnar. Fyrir nokkrum árum var ráðist í endurbyggingu gamalla húsa á horni Lækjargötu og Austurstrætis og þar áður við enda Aðalstrætis. Nú er allt slíkt fyrir bí. Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett. Við Lækjargötu, á mest áberandi horni gömlu Reykjavíkur er verið að byggja gríðarstóra kassa ofan á einum elstu bæjarrústum landsins. Þar hafði áður verið liðkað til í skipulaginu svo hægt væri að byggja hús sem félli betur að umhverfinu en gamli Iðnaðarbankinn. En allt slíkt er gleymt hjá borgaryfirvöldunum sem stóðu að því að við hinn enda Lækjargötunnar yrðu byggð hús sem láta helstu skipulagsmistök liðinna áratuga líta út eins og snotur smáhýsi í samanburði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna