fbpx
Eyjan

Nýtt borð í Ráðhús Reykjavíkur mun kosta yfir 20 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 10:52

Gamla borðið er orðið of lítið fyrir alla 23 borgarfulltrúana. Mynd-reykjavik.is

Sökum fjölgunar borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar úr 15 í 23, verður smíðað nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.  Kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir smíði borðsins hljóðar upp á 27.5 milljónir. Verkið var boðið út, en báðum tilboðum var hafnað. Morgunblaðið greinir frá.

Tilboði HBH byggir ehf. var hafnað á þeim forsendum að það væri of hátt, eða 45.5 milljónir. Tilboði Trésmiðjunar Borgar, sem var frávikstilboð,  var hafnað þar sem það náði ekki yfir alla þætti verksins.

Því var samið við Trésmiðjuna Borg um trésmíðihluta borðsins og samsetningu þess, en samningurinn er upp á 15,7 milljónir. Vinna við stál og rafmagnshluta borðsins verður síðan keypt af öðrum aðilum, en sá kostnaður er talinn liggja á bilinu 4-6 milljónir króna, samkvæmt Ólafi I. Halldórssyni, byggingafræðing hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Mun borðið vera í tveimur hlutum, í innri og ytri skeifu, til að öllum sé haganlega komið fyrir.

Mynd-reykjavik.is

Notast hefur verið við laus borð hingað til eftir síðustu kosningar, líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar. Ekki er vitað til þess að borgarfulltrúar hafi kvartað yfir þeim sérstaklega.

Eru verklok áætluð í desember, jafnvel fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs
Eyjan
Í gær

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“
Eyjan
Í gær

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra