fbpx
Eyjan

Skúli ætlar að safna milljörðum og setja WOW air á markað

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 08:18

WOW air, flugfélag Skúla Mogensen, hyggst fara í skuldabréfafjármögnun upp á 6-12 milljarða íslenskra króna til evrópskra fjárfesta. Mun norska fyrirtækið Pareto Securities hafa umsjón með útboðinu sem á að klárast á næstu vikum. Fréttablaðið greinir frá.

Samkvæmt Fréttablaðinu er skuldabréfaútgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW innan næstu 18 mánaða, en þá hyggst félagið fara á markað og sækja sér hlutafé, en forstjórinn og stofnandinn Skúli Mogensen er eini hluthafi félagsins.

Afkoma WOW hefur ekki verið góð, félagið tapaði um 2.4 milljörðum íslenskra króna árið 2017 auk þess sem hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) minnkaði um 91% milli ára, samkvæmt afkomutilkynningu.

Þá koma fram í fjárfestakynningu Pareto áður óbirtar upplýsingar um afkomu WOW. Á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018 ásamt áætlunum fyrir restina af 2018 og inn í árið 2019. Er EBITDA félagsins neikvæð um 26 milljónir dala á tímabilinu þrátt fyrir tekjuaukningu. Ráðgert er að viðsnúningur verði á seinni árshelmingi og EBITDA verði neikvæð um sex milljónir dala.

Afkoman er sögð batna verulega árið 2019 hvar tekjur félagsins eru ráðgerðar 826 milljónir dala og EBITDA 64 milljónir dala. Tekjurnar voru 486 milljónir dala í fyrra.

Þá nemur rekstrartap  (EBIT) síðastliðinna tólf mánaða 45 milljónum dala, jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna, en allt árið í fyrra nam tapið um 1.5 milljarði íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Í gær

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir