fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Skúli ætlar að safna milljörðum og setja WOW air á markað

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air, flugfélag Skúla Mogensen, hyggst fara í skuldabréfafjármögnun upp á 6-12 milljarða íslenskra króna til evrópskra fjárfesta. Mun norska fyrirtækið Pareto Securities hafa umsjón með útboðinu sem á að klárast á næstu vikum. Fréttablaðið greinir frá.

Samkvæmt Fréttablaðinu er skuldabréfaútgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW innan næstu 18 mánaða, en þá hyggst félagið fara á markað og sækja sér hlutafé, en forstjórinn og stofnandinn Skúli Mogensen er eini hluthafi félagsins.

Afkoma WOW hefur ekki verið góð, félagið tapaði um 2.4 milljörðum íslenskra króna árið 2017 auk þess sem hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) minnkaði um 91% milli ára, samkvæmt afkomutilkynningu.

Þá koma fram í fjárfestakynningu Pareto áður óbirtar upplýsingar um afkomu WOW. Á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018 ásamt áætlunum fyrir restina af 2018 og inn í árið 2019. Er EBITDA félagsins neikvæð um 26 milljónir dala á tímabilinu þrátt fyrir tekjuaukningu. Ráðgert er að viðsnúningur verði á seinni árshelmingi og EBITDA verði neikvæð um sex milljónir dala.

Afkoman er sögð batna verulega árið 2019 hvar tekjur félagsins eru ráðgerðar 826 milljónir dala og EBITDA 64 milljónir dala. Tekjurnar voru 486 milljónir dala í fyrra.

Þá nemur rekstrartap  (EBIT) síðastliðinna tólf mánaða 45 milljónum dala, jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna, en allt árið í fyrra nam tapið um 1.5 milljarði íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna