fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Pírati segir viðhorf Þorbjargar Helgu „dapurlegt“ að líta á grunnskóla sem „gæslustaði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 08:00

Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata, segir að viðhorf Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi tímasetningu á skólasetningum grunnskóla Reykjavíkurborgar, sé dapurlegt.

Þorbjörg Helga undraðist á því hvers vegna skólasetningar væru í miðri viku þegar engin námskeið væru í boði og foreldrar búnir með fríið sitt.

Rannveig túlkar orð Þorbjargar þannig að hún líti svo á að skólarnir séu lítið annað en „gæslustaðir“:

„En fyrst og fremst er það sem er dapurlegt hér er það að í fyrsta lagi telur hér fyrrv. borgarfulltrúinn greinilega að skólar séu gæslustaðir, en ekki menntastofnanir. Skólinn er vinnustaður barnanna okkar og er mikilvæg stofnun í þeirra lífi.“

Veit vel hvernig þetta gengur fyrir sig

Rannveig segir að Þorbjörg viti vel hvernig málin gangi fyrir sig:

„Ósköp er þetta dapurlegt viðhorf sem hér birtist og það hjá fyrrum borgarfulltrúa, sem veit vel hvernig þetta gengur fyrir sig. Kennarar koma úr fríi 15. ágúst og fá þá viku til að undirbúa sig, því byrjar skólinn 22.ágúst, þetta er vitað og ætti ekki að koma neinum á óvart, jú kannski mögulega foreldrum barna sem eru að hefja fyrsta árið í skóla, en þau byrja ekki einu sinni á þessum degi.“

 

Atvinnulífið þarf að bregðast við

Rannveig tekur þó undir með Þorbjörgu varðandi það, að alveg megi ræða hvers vegna þurfi sérstaka skólasetningu á hverju einasta skólaári, en víkur síðan að því að dapurlegt sé að ekki sé kallað eftir því að atvinnulífið komi betur til móts við foreldra skólabarna:

„Í öðru lagi er afskaplega dapurlegt að hér sé ekki verið að kalla eftir því að atvinnulífið bregðist við og bjóði börnum upp á eðlilegra starfsumhverfi foreldra þeirra. En við vitum alveg af hverju það er… markmið Samtaka atvinnulífsins er jú að foreldrar séu allir útivinnandi fulla vinnu (jafnvel rúmlega) alla daga og það á lúsarlaunum í mjög mörgum tilfellum. Þó er jákvætt að sjá á kommentunum við þessu viðhorfi inni á dv.is (linkur í kommenti) birtast einmitt slíkar kröfur, við í þessum samfélagi erum að vakna og átta okkur á því að atvinnulífið er búið að hrifsa allt of mikið til sín og það á kostnað samveru okkar með börnunum okkar, með ástvinum okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus