fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Gunnar bæjarstjóri með rúmar 2,2 milljónir á mánuði þrátt fyrir lækkun – „Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 16:46

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun samþykkti bæjarráð Garðabæjar að mánaðarlaun bæjarstjórans, Gunnars Einarssonar, yrðu rúmar 2,2 milljónir króna. Þar af eru um 200 þúsund krónur sem hann fær fyrir störf bæjarfulltrúa, en Gunnar hafði boðað eftir kosningar að hann hygðist afsala sér þeim launum. Hinsvegar kemur fram í ráðningarsamningi Gunnars, að samkvæmt sveitastjórnarlögum sé honum það óheimilt. Af þeim sökum var ákveðið að lækka grunnlaun Gunnars um 10 prósent, að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum. Fréttablaðið greinir frá.

Gunnar fær því 1.282 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði fyrir dagvinnu. Þar að auki fær hann fasta yfirvinnu greidda, sem nemur rúmum 730 þúsund krónum á mánuði, auk bæjarfulltrúalaunanna, sem eru 199 þúsund krónur á mánuði.

Alltof há laun miðað við vinnu

Þrátt fyrir lækkunina sat bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær, en hann sagði við Vísi að laun Gunnars væru enn alltof há:

„Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“

segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans. Hann gerði einnig athugasemdir við bifreiðarhlunnindi Gunnars, sem fær Toyota Land Cruiser jeppa frá bænum, sem einnig greiðir allan rekstrarkostnað af jeppanum:

„Miðað við vegalengdir, um­hverfis­sjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“

segir Ingvar, sem grínaðist með að best væri að Gunnar færi um á IKEA rafhjóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna