fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Aflaverðmæti íslenskra skipa 2017 dróst saman um 17,3% frá fyrra ári

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 13:27

Hrafn GK 111 Mynd: Haraldur Hjálmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 var afli íslenskra skipa tæplega 1.177 þúsund tonn, 109 þúsund tonnum meiri en árið 2016. Aflaverðmæti fyrstu sölu var um 110 milljarðar króna og dróst saman um 17,3% frá fyrra ári.

Alls veiddust tæplega 426 þúsund tonn af botnfiski árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum minna en árið 2016. Aflaverðmæti botnfiskafla nam rúmum 76 milljörðum króna árið 2017 og dróst saman um 17,7% frá fyrra ári.

Líkt og fyrri ár veiddist mest magn af uppsjávartegundum, en af þeim veiddust rúmlega 718 þúsund tonn árið 2017 sem er aukning um 143 þúsund tonn miðað við árið 2016. Munar þar mestu um ríflega 89 þúsund tonna aukningu í loðnuafla og 42 þúsund tonna aukningu á kolmunna. Verðmæti uppsjávarfisks árið 2017 nam tæpum 23,8 milljörðum króna og dróst saman um 14,6% frá árinu 2016 þegar aflaverðmætið nam tæpum 28 milljörðum króna.

Tæp 22 þúsund tonn af flatfiski veiddust árið 2017 sem er 8,4% samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti flatfiskafurða nam tæpum 7,5 milljarði króna og dróst saman um 17,3% miðað við 2016. Af skel- og krabbadýrum veiddust 10,6 þúsund tonn sem er 15,5% samdráttur frá árinu 2016. Verðmæti skel- og krabbadýraafurða dróst einnig saman og nam rúmum 2,4 milljörðum króna samanborið við tæpa 3,5 milljarða árið 2016.

Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2016-2017 
Aflamagn, tonn   Aflaverðmæti, þúsundir króna 
2016 2017 Mismunur Mism. % 2016 2017 Mismunur Mism. %
Samtals   1.067.357 1.176.540 109.183 10,2 133.021 109.953 -23.068 -17,3
Botnfiskur   456.008 425.898 -30.110 -6,6 92.649 76.244 -16.405 -17,7
Þorskur 264.154 249.995 -14.159 -5,4 58.002 48.717 -9.285 -16,0
Ýsa 38.470 36.111 -2.359 -6,1 9.279 7.948 -1.330 -14,3
Ufsi 49.615 49.364 -251 -0,5 8.477 6.428 -2.048 -24,2
Karfi 63.534 58.516 -5.018 -7,9 11.122 8.837 -2.285 -20,5
Úthafskarfi 2.830 2.002 -828 -29,3 597 333 -264 -44,2
Flatfiskafli   23.931 21.915 -2.016 -8,4 9.060 7.492 -1.568 -17,3
Grálúða 12.727 11.933 -794 -6,2 6.810 5.637 -1.173 -17,2
Skarkoli 7.446 6.692 -754 -10,1 1.325 1.102 -223 -16,8
Uppsjávarafli   574.910 718.158 143.248 24,9 27.837 23.778 -4.060 -14,6
Síld 67.490 46.317 -21.173 -31,4 3.759 1.593 -2.166 -57,6
Norsk-íslensk síld 49.855 80.481 30.626 61,4 2.825 2.872 47 1,7
Loðna 90.254 179.573 89.319 99,0 2.709 3.597 888 32,8
Loðnuhrogn 10.527 17.261 6.734 64,0 2.239 3.113 873 39,0
Kolmunni 186.921 228.935 42.014 22,5 5.409 4.078 -1.331 -24,6
Makríll 169.860 165.591 -4.269 -2,5 10.897 8.525 -2.371 -21,8
Skel- og krabbaafli  12.506 10.568 -1.938 -15,5 3.474 2.439 -1.035 -29,8
Humar 1.397 1.194 -203 -14,5 890 834 -56 -6,3
Rækja 6.492 4.566 -1.926 -29,7 2.193 1.231 -962 -43,9
Annar afli   0 0 0 0 0 0 0

Talnaefni

 

Fiskafli í júlí 93 þúsund tonn

Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 93.551 tonn eða 27% meiri en í júlí 2017. Botnfiskafli var rúm 34 þúsund tonn eða tæpum 5 þúsund tonnum meiri en í júlí 2017. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn sem er 16% aukning samanborið við júlí 2017. Rúm 5.000 tonn veiddust af ufsa, 4.611 tonn af karfa og 3.555 tonn af ýsu. Uppsjávarafli nam tæpum 54 þúsund tonnum sem er 37% meiri afli en í júlí 2017. Kolmunni og makríll voru uppistaðan í uppsjávaraflanum en um 25 þúsund tonn veiddust af hvorri tegund. Skel- og krabbadýraafli nam 1.912 tonnum samanborið við 1.626 tonn í júlí 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2017 til júlí 2018 var tæplega 1.286 þúsund tonn sem er 11% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í júlí metið á föstu verðlagi var 15% meira en í júlí 2017.

Fiskafli
Júlí Ágúst‒júlí
2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 78 89 15
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 73.532 93.551 27 1.444.163 1.285.930 -11
Botnfiskafli 29.708 34.463 16 412.985 479.963 16
  Þorskur 16.927 19.681 16 244.741 282.253 15
  Ýsa 2.336 3.555 52 35.589 42.204 19
  Ufsi 3.533 5.020 42 44.663 58.112 30
  Karfi 4.738 4.611 -3 55.301 63.269 14
  Annar botnfiskafli 2.175 1.597 -27 32.691 34.125 4
Flatfiskafli 3.183 3.577 12 21.601 26.376 22
Uppsjávarafli 39.001 53.599 37 675.947 768.167 14
  Síld 4.273 3.278 -23 111.371 124.397 12
  Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 6.275 25.514 307 207.512 296.659 43
  Makríll 28.453 24.807 -13 160.226 160.778 0
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 6 0
Skel-og krabbadýraafli 1.626 1.912 18 9.782 11.415 17
Annar afli 14 0 46 9 -80

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki