fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 10:21

Sturla og steinninn Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sturla Böðvarsson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, er ekki sérlega upphrifinn af þeim framkvæmdum sem eiga sér stað í og við Austurvöll, sem hann segir óviðeigandi, sskemmdarverk og virðingarleysi. Í Morgunblaðinu í dag segir hann meðal annars að listaverk eftir hinn spænska Santiagos Sierra, sem hann gaf Reykjavíkurborg að gjöf árið 2012 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og er staðsett framan við Alþingishúsið, sé „forljótur grjóthnullungur“ sem sé vanvirðing við Alþingi. Þá virðist hann ekki telja Sierra mikinn listamann, þar sem hann skrifar orðið listamaður iðulega í gæsalöppum:

„Til þess að kóróna virðingarleysið og skemmdarverkin í miðborginni stendur þar enn forljótur grjóthnullungur sem var velt inn á svæðið í kjölfar óeirða.Grjótið er staðsett framan við Alþingishúsið á stéttinni milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og styttunnar af Ingibjörgu H. Bjarnason sem var fyrsta konan sem kjörin var til setu á Alþingi og er sérstaklega minnst með glæsilegri styttu við inngang Alþingishússins. Allt bendir til þess að steinninn hafi verið settur þarna af borgarstjórn höfuðborgarinnar til háðungar Alþingi Íslendinga. Á þann stein er m.a. letrað eftir forskrift „listamanns“ frá Spáni sem lagði til þennan klofna stein: „Svarta keilan minnisvarði um borgaralega óhlýðni“. Það er fátt uppbyggilegt við þetta „listaverk“ og er borginni til skammar. Borgaryfirvöld ættu að fagna 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar með því að láta bera grjótið í burtu. Ég skora á borgarstjóra höfuðborgar okkar Íslendinga að stöðva skemmdarverkin við Kirkjustræti og láta fjarlægja „svörtu keiluna“ og koma henni fyrir á viðeigandi stað. Stjórnendur höfuðborgarinnar geta ekki komið fram með þeim hætti sem gert er með fullkomnu virðingarleysi við þjóðþingið og umhverfi þess í miðju borgarinnar.“

Sturlu er greinilega mikið niðri fyrir, en þess má geta að verk Sierra, „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ er á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur sagt staðsett við hæfi, þar sem alþingishúsið sé „helsta tákn lýðræðis á Íslandi og Austurvöllur er staðurinn þar sem almennir borgarar koma saman til að mótmæla þegar þeim þykir ríkisvaldið beita þá órétti.“ Verkið er sagt tengjast umhverfinu  í efnisvali einnig, því að steinninn sé grágrýti eins og alþingishúsið sjálft og stöpullinn undir styttu Jóns Sigurðssonar.

„Svarta keilan“                                             Mynd-listasafn Reykjavíkur

 

Svæðið í uppnámi

„Um þverbak keyrir um þessar mundir og er þar af mörgu að taka. Vegna niðurrifs húsa og hótelbyggingar er Kirkjustrætið í uppnámi. Við Kirkjustræti standa Alþingishúsið og Dómkirkjan ásamt fallegri húsaröð sem var endurbyggð á vegum Alþingis í anda uppbyggilegrar húsafriðunar og er gegnt Fógetagarðinum. Í Fógetagarðinum er styttan af Skúla Magnússyni og minnir okkur á stöðu hans og þau stórvirki sem hann stóð fyrir sem landfógeti. Í húsaröðinni gegnt Fógetagarðinum er m.a. húsið Skjaldbreið sem átti að rífa á sínum tíma en var ákveðið að endurbyggja og er eitt af húsum Alþingis. Þar er einnig íbúðarhús Theódóru Thoroddsen skáldkonu og Skúla Thoroddsen sýslumanns og forseta sameinaðs þings um tíma. Það hús var reist árið 1908 en flutt úr Vonarstræti þar sem það stóð við hlið Oddfellowhússins og var endurgert í Kirkjustræti á vegum Alþingis í góðri sátt við þáverandi borgaryfirvöld. Með því að endurgera húsið á þessu svæði og við hlið eldri húsa er virt framtak þeirra merku hjóna sem reistu húsið. Mér var satt að segja brugðið að ganga um Kirkjustrætið í gær og sjá virðingarleysið sem núverandi eigendur „Landsímahússins“ og borgaryfirvöld, sem fara með borgarskipulagið, sýna Fógetagarðinum og hinum forna grafreit sem hefur verið raskað sem og skipulagi á Alþingisreitnum. Hótelrekstur á þessum stað mun setja svæðið í mikið uppnám vegna þeirrar umferðar sem fylgir slíkum rekstri í næsta nágrenni við Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna