fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Fyrsti þingmaðurinn sem kolefnisjafnar ferðalög sín hjá Votlendissjóði – Segir kostnaðinn minni en margan gruni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 11:46

Andrés Ingi Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG,  greinir frá því á Facebook, að hann beri ábyrgð á losun um 6 tonnum af koltvíoxíði í andrúmsloftið, í fjórtán vinnuferðum sínum sem alþingismaður. Því hafi hann gripið til þess ráðs að kolefnisjafna ferðalögin í samstarfi við Votlendissjóðinn, en hann er fyrsti þingmaðurinn sem starfar með sjóðnum:

„Það munar kannski ekki mikið um mig í hnattrænu samhengi, en við þurfum hvert og eitt að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Eftir ótal fréttir af öfgum í veðurfari á sumrinu sem er að klárast ætti öllum að vera ljóst hversu mikilvæg baráttan gegn loftslagsvánni er.“

Ekki hár kostnaður

Í samtali við Eyjuna sagði Andrés kostnaðinn lægri en marga grunaði:

„Nú er ég ekki alveg með töluna hvað allar þessar flugferðir kostuðu, en í samanburðinum kostar kolefnisjöfnunin ekki mikið, eða um 30.000 krónur í mínu tilfelli.“

Andrés segir styttast í að slík kolefnisjöfnun verði viðtekin venja hjá hinu opinbera:

„Best væri ef allt kerfið gerði þetta og ég reikna með að það gerist fyrr eða síðar, að sett verði loftlagsstefna fyrir stjórnarráðið og alþingi, bæði til að draga úr ferðalögum og líka til að vera með mótvægisaðgerðir við þá mengun sem hlýst af öllum þessum ferðalögum.“

Hægt er að kolefnisjafna ferðalög sín bæði hjá Votlendissjóðnum og Kolviði hér innanlands, en fjöldi fyrirtækja sér um slíka vinnu erlendis.

 

Reiknaðu út eigin mengunarkostnað

Á heimasíðu Kolviðs má reikna út þá mengun sem viðkomandi losar í ferðalögum sínum og hvað kosti að kolefnisjafna hana.

Til dæmis má nefna að bensínbíll sem eyðir 10 lítrum per 100 kílómetra og ekur 30.000 kílómetra á ári, losar tæplega sjö tonn af koltvíoxíði yfir það tímabil.

Kolefnisjöfnunin fyrir slíkan akstur  kostar tæpar 14.000 krónur og gróðursetja þarf 64 tré til að vega upp á móti menguninni.

Á heimasíðu Votlendissjóðs segir:

„Ljóst er að losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu mýrlendi er ekki einungis stærsti landnýtingarlosunarþátturinn heldur einnig sambærilegur á við aðra stóra losunarþætti samfélagsins s.s. orkubrennslu. Rannsóknir sýna að endurheimt votlendis færir gróðurhúsalofttegundabúskap mýra í fyrra horf og því er ljóst að með slíkum aðgerðum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.“

 

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir ferðir Andrésar og magnið af losun koltvíoxíðs sem hann losaði út í andrúmsloftið í hverri ferð:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins