fbpx
Eyjan

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 09:33

„Hver eru rökin fyrir því að börnin séu í reiðileysi mánudag til fimmtudagsmorguns þessa viku?“ spyr Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fyrrum borgarfulltrúi en í nýlegri færlsu á facebook undrast hún á þeirri ákvörðun skólayfirvalda að hafa skólasetningu í miðri viku.

Þorbjörg Helga bendir á að þessa dagana sé Reykjavíkurborg  með fréttir um ýmislegt á borð við þrif á götum og menningarnótt en á heimasíðu borgarinnar er hins vegar ekkert að finna um fyrirhugaða skólasetningu grunnskólanna sem fram fer í næstu viku. Segist henni fyrirmunað að skilja hvernig skólar og yfirvöld geti ítrekað sett skólasetningar á í miðri viku þegar engin eru námskeið í boði.

„Því til viðbótar er dagurinn sem skólasetning er slitinn algjörlega í sundur. Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið vegna vetrarfría, starfsdaga og sumarfría og búin að laumast óendanlega oft úr vinnunni til að keyra börnin í allt sumar á milli námskeiða.

Að auki eru sjálf börnin komin með algjört ógeð á misgóðum og misdýrum sumarnámskeiðum – ef á annað borð foreldrar hafa haft efni á að senda þau.“

Þá spyr Þorbjörg hvort ekki sé hægt að hefja skólastarf á mánudegi og hlífa þannig foreldrum við endalausum reddingum og veseni.

„Og svo ég slái nú ykkur alveg út dauðrotuð, gætum við beðið um skólasetningu kl. 08 með börnum svo foreldrar komist í heilan vinnudag?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Þetta er dýrasti þingflokkurinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin endalausu Brexit-vandræði

Hin endalausu Brexit-vandræði