fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Endurgjaldslaus skólagögn í grunnskólunum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 17:30

Mynd-Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engir innkaupalistar vegna næsta skólaárs verða gefnir út hjá grunnskólum Reykjavíkur á þessu hausti og munu nemendur fá þau skólagögn sem þeir þurfa þegar þeir mæta til starfa 22. ágúst. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Þann 6. desember 2017 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að námsgögn sem nemendur nota á skólatíma skyldu verða þeim og fjölskyldum þeirra að kostnaðarlausu frá og með skólaárinu 2018 – 2019. Byggði sú samþykkt m.a. á tilmælum frá foreldrafélögum skólanna og Samtökum foreldrafélaga grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK). Slíkt fyrirkomulag sparar bæði fé og tíma, er umhverfisvænna og stuðlar að betri nýtingu skólagagna.

Þau skólagögn sem nemendur fá endurgjaldslaust eru m.a. stílabækur, reikningsbækur, möppur, vinnubækur, vinnubókarblöð, pappír, ritföng, litir, vasareiknir og fl. Gæðanefnd skipuð skólastjórum og fulltrúum þeirra útbjó gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra skólagagna sem boðin voru út.  A4 átti lægsta tilboðið og var því gengið  til samninga við fyrirtækið. Nam tilboð þeirra í skólagögn um 40 milljónum króna. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna