fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hinn skelfilegi faraldur ópíumefna

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2018 04:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgir í Bandaríkjunum eru almennt í betra ástandi en þær voru fyrir fáum áratugum. Þá voru þær ofurseldar niðurníðslu sem stafaði af því að íbúarnir flykktust í úthverfin. Þessu hefur að miklu leyti verið snúið við. Borgirnar eru snyrtilegri, líflegri, húsakosturinn er í betra ástandi. Stundum er notað um þetta orðið „gentrification“ og þá yfirleitt í neikvæðri merkingu. En það er tvíbent – innri borgirnar verða þægilegri, fallegri og mannvænlegri – og ekki fækkar fólkinu í þeim, heldur fjölgar því á nýjan leik. Yfirleitt er það ungt fólk sem kemur fyrst, sest að eða byrjar starfsemi sem gerir hverfin meira aðlaðandi. Það er aftur farið að sinna viðhaldi bygginganna og fegrun gatnanna sem verða öruggari fyrir vegfarendur.

Meira að segja hverfið sem er kallað „downtown“ í Los Angeles er að rísa úr öskustónni. Það þarf enginn að óttast lengur að vera á ferli í Harlem í New York. Það eru líka til rannsóknir sem sýna að íbúar sem fyrir eru njóta ávaxta þessarar þróunar.

Manni finnst þó bera skugga á síðustu ár. Faraldur ópíumefna í Bandaríkjunum er svo skæður að hvarvetna sér maður fólk undir áhrifum þessa. Það dragnast og drattast upp, slappt og hrikalega óásjálegt, getur varla haldið sér uppi. Þetta eru eins og vofur. Ætli hafi nokkurn tíma verið fíkniefni sem lætur fólk líta svo hörmulega út og sviptir það heilsu og reisn svona hratt? Kannski krakkið – einu sinni voru bandarískar borgir undirlagðar af þeim ófögnuði. Eiginlega getur maður varla skilið hvað fær fólk til að taka efni sem veita svo litla gleði – hvað er kikkið við þetta? En þegar það ánetjast er það fast. Stundum hafa bylgjur í fíkniefnaneyslu fylgt einhvers konar tísku, efnin þótt á einhvern hátt áhugaverð eða aðdáunarverð – en þessum faraldri fylgir ekkert annað en mannleg niðurlæging, eymd og áþján.

Það er talað um að 115 Bandaríkjamenn deyji úr ofneyslu ópíumefna á dag. Það er hrikalega há tala. En nú les maður í fjölmiðlum að 29 Íslendingar hafi látist af ofneyslu lyfja það sem af er árinu. Ópíumefni koma við sögu í flestum tilvikum. Manni finnst eins og það jaðri við neyðarástand.

(Myndin hér að ofan sýnir auglýsingu fyrir naloxone, efni sem er notað gegn of stórum skömmtum af fíkniefnum. Svona auglýsingar má sjá víða í Bandaríkjunum.)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG