fbpx
Eyjan

Gjá milli kvenna og karla í stjórnmálum

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2018 15:10

Það standa fyrir dyrum afdrifaríkar kosningar í Svíþjóð. Flokkur Svíþjóðardemókrata sem á rætur sínar í ný-nasisma er á mikilli siglingu, spáð 20 prósentum atkvæða, en reyndar ber skoðanakönnunum ekki sérlega vel saman – flokkurinn gæti fengið ennþá meira fylgi. Það gæti jafnvel farið svo að hann yrði stærsti flokkur landsins.

Eins og víðar tröllríða innflytjendamálin stjórnmálunum í Svíþjóð – efnahagslega er allt þar í miklum blóma og velmegunin aldrei meiri en útlendingamál hafa lagst á þjóðarsálina.

Það er athyglisvert að skoða muninn á viðhorfum karla og kvenna. Svíþjóðardemókratar njóta miklu meira fylgis meðal karla og en kvenna – en mest er það meðal karla í dreifbýli. Myndin hér fyrir ofan birtist á vef sænska sjónvarpsins.

Þetta er byggt á svokallaðri kjósendaloftvog, Väljarbarometern,  tölurnar eru frá því fyrr í sumar. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hafa Svíþjóðardemókratar 29,5 prósenta fylgi meðal karla en einungis 15,1 meðal kvenna. Konur eru hins vegar ívið fleiri í kjósendahópi Sósíaldemókrata, Miðflokksins og áberandi fleiri í Umhverfisflokknum – Miljöpartiet.

Þetta er sama tilhneiging og víðar í stjórnmálunum. Í Bandaríkjunum sýna skoðanakannanir gríðarlegan mun á viðhorfum karla og kvenna. Í nýlegri könnun sem birtist í Washington Post kemur fram að 65 prósent kvenna hefur neikvætt álit á Donald Trump en 54 prósent karla hafa jákvæðar skoðanir í hans garð. Konur virðast almennt vera miklu síður hallar undir öfgafulla hægristefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Helga og Veigar ákváðu að skilja – Með milljón á mánuði en missti svo allt – Upplifir sig sem algjöran lúser

Helga og Veigar ákváðu að skilja – Með milljón á mánuði en missti svo allt – Upplifir sig sem algjöran lúser
Eyjan
Í gær

Vignir Árnason nýr formaður Ungra Pírata

Vignir Árnason nýr formaður Ungra Pírata
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hætta steðjar að Íslandi

Hætta steðjar að Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þeir eru dýrustu þingmennirnir

Þeir eru dýrustu þingmennirnir