fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Forseti Alþingis fær stuðning úr óvæntri átt: „Þeir sem krefjast afsagnar Steingríms J. vegna komu Kjærsgaard vilja sprengja stjórnarsamstarfið“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 12:00

Björn á hátíðarþingfundinum á Þingvöllum- Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er enginn aðdáandi Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, líkt og hann tekur fram í pistli sínum á heimasíðu sinni. Hann tekur þó upp hanskann fyrir Steingrím í Þingvallamálinu, þar sem krafist hefur verið afsagnar hans vegna þeirrar ákvörðunar að fá Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til að halda þar ræðu. Það gerði rithöfundurinn Jón Kalman  til dæmis.

Steingrímur hefur sjálfur svarið af sér ákvörðunina og benti þess í stað á að Unnur Brá Konráðsdóttir, forveri hans, hafi verið í embætti þegar ákvörðunin um Piu var tekin.

Björn minnist einnig á þá staðreynd:

„Hvað sem líður persónulegri afstöðu til þess að Steingrímur J. sé forseti alþingis er óréttmætt að krefjast afsagnar hans vegna komu Kjærsgaard til hátíðafundar alþingis 18. júlí vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Hann var ekki forseti alþingis í október 2016 þegar þingheimur samþykkti að efna til fundarins á Þingvöllum. Hann var ekki heldur forseti alþingis í ágúst 2017 þegar fastmælum var bundið að bjóða danska þingforsetanum. Hann fór hins vegar með forsætisnefnd alþingis til Kaupmannahafnar sumardaginn fyrsta 2018 og gekk endanlega frá því að Kjærsgaard kæmi á hátíðarfundinn og lét taka mynd af sér með henni með hátíðarfána í Kristjánsborgarhöll.“

Áður hafði Björn tekið fram sérstaklega óánægju sína með kjör Steingríms til embættis forseta Alþingis:

„Seint verður hér á þessari síðu lýst ánægju yfir að Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis. Líklega má leggja það að jöfnu um þróun stjórnmála á Íslandi og í Danmörku að Pia Kjærsgaard var kjörin forseti danska þingsins og Steingrímur J. þess íslenska. Í báðum tilvikum var það gert að kröfu viðkomandi til að tryggja stuðning flokka þeirra við samsteypustjórn.“

Afsagnarkrafa út í hött

„Bæði voru þau Steingrímur J. og Kjærsgaard að sinna forsetaskyldum sínum. Að krefjast afsagnar Steingríms J. fyrir það og láta eins og að taka beri skrif í þá veru alvarlega er út í hött. Raunar er það jafnmikið út í hött og að krefjast þess af Boris Johnson að hann biðjist afsökunar á að tala líkingamál um þá sem klæðast búrkum. Með hverjum deginum skýrist betur að árásirnar á Johnson eru gerðar til að halda honum frá leiðtogasæti í breska Íhaldsflokknum. Þeir sem krefjast afsagnar Steingríms J. vegna komu Kjærsgaard vilja sprengja stjórnarsamstarfið. Þeir sem reyna að ná sér niðri á Boris Johnson í búrkumálinu vilja stöðva pólitískan framgang hans. Þau eru ekki alvarleg viðfangsefni stjórnmálanna eða háleit hugsjónamál þeirra sem velja sér slík tilefni til að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum, setja fram kröfur um afsögn eða afsakanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna