fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Allt er hey í harðindum – Heilbrigðisvottorð óþarfi segir MAST

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun gaf það út í dag að ekki væri þörf á sérstöku heilbrigðisvottorði fyrir útflutningi á heyi til Noregs, líkt og verið hefur til þessa. Í tilkynningu MAST kemur fram að útflutningurinn falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan EES-svæðisins og þurfi því ekki vottorð.

Sökum mikilla þurrka í Noregi hefur ill a gengið að framleiða hey þar ytra og því brugðið á það ráð að kaupa það meðal ananrs frá Íslandi.

Breytir stöðu málsins

„Ákvörðunin breytir stöðu málsins verulega. Útflutningur á heyi til Noregs er því á ábyrgð þess sem kaupir heyið frá Íslandi og flytur það síðan til Noregs. Innflytjendur sem kaupa hey frá Íslandi og flytja til Noregs þurfa að vera skráðir hjá Mattilsynet. Ennfremur þarf móttakandi / notandi heysins í Noregi að vera skráður. Útflytjandinn þarf að útbúa yfirlýsingu þess efnis að heyið innihaldi ekki spírunarhæf fræ af flughöfrum (Avena fatua).“

Niðurstaða áhættumats Veterinærinstituttet í Noregi er að ráðlegt sé að flytja hey til Noregs frá Svíþjóð, Finnlandi og ýmsum svæðum á Íslandi.

Helstu tilmæti Mattilsynet í Noregi varðandi flutning á heyi milli ríkja innan EES eru:

Heyið má ekki vera hættulegt heilbrigði manna eða dýra. Það má ekki stefna heilsu afurðagefandi dýra í hættu þannig að afurðir þeirra verði óhæfar til manneldis. Það má ekki innihalda plöntuskaðvalda, óæskilegar plöntur eða spírunarhæf fræ af slíkum plöntum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins