fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Þjóðsöngur sem spannar þrettán tónbil og skoðun Nóbelskáldsins á honum

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 03:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórmál – eða hvað? Katrín Jakobsdóttir þarf að segja sig frá máli sem varðar það að RÚV hafi misnotað íslenska þjóðsönginn meðan á heimsmeistarakeppninni í fótbolta stóð. Í staðinn tekur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við málinu.

Hann lítur það ábyggilega mjög alvarlegum augum – og ekki síst af því RÚV á í hlut. Afbrotið er að hafa fengðið fólk til að mæla þjóðsönginn af munni fram í stiklum um heimsmeistaramótið.

Helgi Hrafn Gunnarsson pírati stígur fram og segir að lög um þjóðsönginn séu helgislepja. Hann ætli að leggja fram frumvarp á Alþingi til að fá þeim breytt.

Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn að deilt er um þjóðsönginn á þessum nótum. Um 1980 gerði Hrafn Gunnlaugsson ansi skemmtilega kvikmynd sem hét Okkar á milli. Þar var að finna að mig minnir bæði djass- og pönkútgáfur af þjóðsöngnum og olli mikilli hneykslun. Þetta var reyndar á þeim árum að ein eftirlætisiðja þjóðarinnar var að láta Hrafn ganga fram af sér.

Þjóðsöngurinn íslenski spannar þrettán tónbil. Það þýðir í raun að ekki er á færi nema nokkuð góðra söngmanna að ráða við hann. Það þýðir líka að ekki nokkur leið er til að láta stóran hóp fólks með mismunandi raddsvið syngja lagið svo það hljómi sæmilega vel eða samtaka.

Halldór Laxness skrifaði um þetta í bráðfjörugri grein sem birtist í Þjóðviljanum 1944 og hafði yfirskriftina Nú vantar þjóðsönginn. Þar fjallar hann um það sem einkenni góða þjóðsöngva, þeir eigi að vera auðskiljanlegir og auðlærðir, sjaldnast séu þeir mikil speki en ekki þvæla heldur.

En Halldóri líst ekki á Ó guð vors lands, lofsönginn frá þjóðhatíðinni 1874, sem svo var tekinn upp sem íslenskur þjóðsöngur.

Þessi söngur stingur mjög í stúf við aðra þjóðsöngva, hefur engin einkenni eða eiginleika þjóðsöngs, enda aldrei til þeirra nota ætlaður. Kvæðið er ort til guðs, það er hátíðlegt bænarandvarp, í senn ljóðrænt og heimspekilegt, þó fjarri því að vera trúarlegt í hinni kristilegu merkingu þess orðs, og getur því ekki talizt til sálma, heldur síðprótestantiskur, ókirkjulegur hymnus undir rómantískum áhrifum: Kvæðið svaraði með prýði tilgangi sínum sem hátíðalofsöngur 1874. Vegna hinnar hástilltu andaktar, á kvæðið ekki við á veraldlegum samkomum eöa skemmtunum, menn fyrirverða sig fyrir að syngja það glaðir á góðri stund. í kvæðinu er lögö mikil áherzla á hve þjóðin sé lítilfjörleg gagnvart guði sínum, hin dulræna upphafning sjálfsniðurlægingarinnar kunri dýrlingum og sjáendum lýsir upp kvæðið, en hversu merkilegt sem sjónarmið þetta er, mun þó sönnu nær, og líkara skilningi nútímans, að þjóð sé ævinlega nákvæmlega jafnstór og guð hennar eða guðir.

Þetta var skrifað lýðveldisárið 1944 og Halldór klykkir út með að segja að Íslendinga vanti þjóðsöng, lag og ljóð nýja tímans  „einfalt, sterkt en þó þokkafullt, helgað landi, þjóð, sögu og framtíð“.

Hann nefnir einnig eins og gert er framar í þessum pistli hversu erfitt er að syngja lagið:

Auk þess sem Ó guð vors lands er hátíðalofsöngur, en ekki þjóðsöngur, hefur lagið sem vænta mátti fæst þau eigindi sem geti gert það alþýðlegt. Til dæmis hefur lagið svo vítt tónsvið, hvorki meira né minna en þrettán tónbil, að það er óhæft til söngs fyrir almenning. Enginn þjóðsöngur í víðri veröld hefur svo óhagkvæmt tónsvið. Það er leitun á manni sem getur sungið svo hátt upp og djúpt niður, enda er lagið ævinlega stórilla fiutt, nema af völdum kröftum, hljómsveit eða menntuðum tenórum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki