fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Vinna við nýja menntastefnu Íslands til 2030 hafin: „Það eru mikil sóknarfæri í íslensku menntakerfi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. ágúst 2018 13:10

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Menntastefna sú mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar, samkvæmt tilkynningu.


„Leiðarljós okkar verður gæðamenntun fyrir alla, á öllum skólastigum. Við viljum fá sem flesta að borðinu og vinna þessa stefnumótun í breiðu og góðu samráði. Það eru mikil sóknarfæri í íslensku menntakerfi, á mörgu góðu að byggja en nú er verkefnið að stilla saman strengi um stefnuna til framtíðar – því lífsgæði okkar þá hvíla á ákvörðunum dagsins í dag,“ 

segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem hrundið hefur þessu verkefni af stað.

Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Sú stefna, kennd við menntun fyrir alla, hefur verið í endurmati og þróun sl. ár og nú er starfandi stýrihópur, á breiðum samstarfsgrundvelli, sem leiða mun þá vinnu áfram. Að henni koma mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, ráðuneyti félags- og jafnréttismála og heilbrigðismála, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands, samtökin Heimili og skóli og Háskóli Íslands fyrir hönd kennaramenntastofnana.

Nú á haustmánuðum 2018 gengst stýrihópur þessi fyrir 23 fræðslu- og umræðufundum um allt land um menntun fyrir alla, sem lið í mótun nýrrar menntastefnu. Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað, hvor fyrir sinn markhóp.

Fyrri fundurinn verður með forsvarsmönnum sveitarfélaga og ábyrgðaraðilum málaflokka mennta-, velferðar- og heilbrigðismála ásamt fulltrúum aðila í stýrihópnum.

Markmið fundarins verða:

• Að kynna og ræða helstu tillögur sem styðja við framkvæmd gæðamenntunar fyrir alla sem leiðarljós nýrrar menntastefnu.
• Að ræða samstarf allra aðila í heimabyggð er koma að menntamálum og tengingar þeirra við stýrihópinn og aðrar áætlanir stjórnvalda.

Seinni fundurinn verður með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu og frístundamála í heimabyggð. 

Markmið fundarins verða:

• Mótun menntastefnu 2030.
• Að ræða sameiginlegan skilning á menntun fyrir alla sem leiðarljós nýrrar menntastefnu til umbóta í skólastarfi og auka þar með jöfnuð meðal allra hópa skólasamfélagsins. 
• Að ræða mikilvægi lærdómssamfélags og tækifæri til samstarfs og starfsþróunar á hverjum stað. 
• Að ræða þverfaglegt samstarf á sviði mennta-, velferðar- og heilbrigðismála og ráðgjöf við nemendur, starfsfólk og foreldra.
• Að ræða hvernig aðilar í heimabyggð setja verkefni sem tengjast menntun fyrir alla á dagskrá.


Fundayfirlit, með fyrirvara um breytingar:

Svæði

Fundarstaður

Dagsetning

Suðurland

Árborg

Mánudagur 3. september

Suðurland

Laugalandsskóli

Þriðjudagur 4. september

Vesturland

Akranes

Mánudagur 10. september

Vesturland

Grundarfjörður

Þriðjudagur 11. september

Vestfirðir

Ísafjörður

Mánudagur 17. september

Norðurland vestra

Sauðárkrókur

Mánudagur 24. september

Eyjafjörður

Akureyri

Mánudagur 1. október

Eyjafjörður

Akureyri

Þriðjudagur 2. október

Norðurland eystra

Húsavík

Mánudagur 8. október

Reykjanes

Reykjanesbær

Mánudagur 15. október

Austurland

Egilsstaðir

Mánudagur 22. október

Austurland

Reyðarfjörður

Þriðjudagur 23. október

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Mánudagur 29. október

Garðabær

Garðabær

Þriðjudagur 30. október

Hornafjörður

Höfn

Miðvikudagur 31. október

Kópavogur

Kópavogur

Mánudagur 5. nóvember

Mos/Seltjarnarnes

Mosfellsbær

Þriðjudagur 6. nóvember

Reykjavík

Rimaskóli

Mánudagur 12. nóvember

Reykjavík

Seljaskóli

Þriðjudagur 13. nóvember

Reykjavík

Árbæjarskóli

Mánudagur 19. nóvember

Reykjavík

Laugalækjarskóli

Þriðjudagur 20. nóvember

Reykjavík

Hagaskóli

Mánudagur 26. nóvember

Reykjavík

Háteigsskóli

Þriðjudagur 27. nóvemberNánari staðsetning og tímasetningar verða kynntar síðar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka