fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Brynjar snýr baki við bróður sínum: „Þú ert að verða eins og hver annar femínisti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. ágúst 2018 15:17

Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson þingmaður er ekki sammála bróður sínum, Gústafi Níelssyni, en sá síðarnefndi telur að það eigi að banna börn í Gleðigöngunni. Brynjar segist á móti boðum og bönnum. Hann líkir Gústafi við femínista hvað þetta varðar. Líkt og DV greindi frá í gær þá vill Gústaf banna börnum að fara í Gleðigönguna. „Mér þykja göngur af þessu tagi sprenghlægilegar og ekki við hæfi barna,“ sagði Gústaf.

„Ég hef enga fordóma gagnvart grömpí gömlum körlum af augljósum ástæðum. En síðan hvenær höfum við viljað banna alla hluti sem ekki eru okkur þóknanlegir, bróðir sæll. Þú ert að verða eins og hver annar femínisti. Vorum við ekki einu sinni að boða að fólk bæri ábyrgð á sjálfu sér og sínum börnum?,“ spyr Brynjar.

Hann segir að þeir bræður hafi ekki efni á að gagnrýna aðra, þar sem glæsileiki þeirra í klæðaburði sé ekki mikill. „Ætli nokkuð annað sjáist í þessari gleðigöngu en sem börnin horfa á í tónslistarmyndböndum og þessu Hollywooddrasli, sem er að verða helsta fyrirmynd okkar og barnanna, því miður. Svo er glæsileiki okkar bræðra í klæðaburði ekki svo mikill að við höfum efni á að gagnrýna aðra. Við erum kannski ekki eins og gangandi póstbox en næsti bær við,“ skrifar Brynjar.

Hinsegin dagar hófust í vikunni og mun Gleðigangan eiga sér stað klukkan tvö á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili