Eyjan

Logi lofar að drepa ekki Hall Hallsson og Pétur Gunnlaugs: „Ég mun ekki leggja til að þeim eða öðrum sé gert mein“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 11:30

Samsett mynd DV

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur brugðist við viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Hall Hallsson, fjölmiðlamann, á útvarpi Sögu í fyrradag. Í þættinum ræddi Pétur við Hall vegna greinar sem Hallur reit í Morgunblaðið um Tommy Robinson, líkt og Stundin greindi frá.

Umræðan beindist síðan að „góða“ fólkinu og meintum vilja þess til að hér á landi ríkti aðeins ein ríkisskoðun sem væri þeim þóknanleg. Hallur líkti skoðanafrelsinu hér á landi við Dýrabæ George Orwell, þar sem Egill Helgason fjölmiðlamaður átti að vera í hlutverki Napóleons, að stýra landanum úr höfuðstöðvum RÚV.

Mun góða fólkið taka upp manndráp ?

Þá tók Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á útvarpi Sögu, upp á því að viðra getgátur sínar um hversu langt „góða“ fólkið myndi ganga í viðleitni sinni til pólitískrar rétthugsunar. Gekk hann býsna langt í þeim vangaveltum:

„Vill það til dæmis láta drepa þá sem hefur aðrar skoðanir? Og ef það verður gert og það er kannski stutt í það eftir þetta. Þá eigi hreinlega bara að útrýma þeim, skjóta þá sem hafa vondar skoðanir, eru vondir menn. Og þegar að slíkt gerist að þá eigi ekki að lögsækja þá sem væru að drepa þá og ekki að greina frá því heldur, svo þeir yrðu ekki að píslarvættum,“

Tók Hallur undir orð Péturs.

Lofar að beita ekki ofbeldi

Logi Einarsson, sem gengst við því að vera flokkaður með „góða“ fólkinu, fullvissaði hinsvegar þá kumpána Pétur og Hall, að hann hygðist ekki láta beita þá neinu ofbeldi:

„Ég geri mér grein fyrir að Hallur Halls og Pétur Gunnlaugs flokka mig líklega með góða fólkinu. Ég átta mig líka á því að það er notað til háðungar.

Ég viðurkenni að þetta er býsna útsmogið og ágætlega heppnaður áróður til að gera fólk sem vill m.a. kærleiksríkt fjölmenningarsamfélag, tortryggilegt.

Ég get hins vegar fullvissað Hall og Pétur um það að ég mun ekki leggja til að þeim eða öðrum sé gert mein, en berjast áfram fyrir minni sannfæringu, óháð þessu eða öðrum uppnefnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum