Eyjan

Hannes Hólmsteinn um vinstri sinnaða menntamenn: „Þeir eru fýlupokar, nöldurskjóður, sem sjá glasið alltaf hálftómt, ekki hálffullt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 13:00

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er þekktur fyrir hægri-sinnaðar skoðanir sínar, en hann er sagður helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins í valdatíð Davíðs Oddsonar sem forsætisráðherra. Hafa vinstri menn lengi haft horn í síðu Hannesar og ekki loku fyrir það skotið að tilfinningin sé gagnkvæm.

Hannes skrifaði fyrir stuttu að „hægrið“ ætti „miklu skemmtilegri og snjallari hugsuði en vinstrið“ og hélt áfram á sömu braut í gær:

„Auðvitað eru til mjög snjallir og skemmtilegir vinstri sinnaðir hugsuðir, jafnvel einhverjir þeirra lífsglaðir. En þorri vinstri sinnaðra menntamanna þjáist af tvennu: Þeir eru fýlupokar, nöldurskjóður, sem sjá glasið alltaf hálftómt, ekki hálffullt. Þeim líður illa í heimi, sem tekur ekki nægilegt tillit til þeirra að þeirra dómi. Og þeir eru mjög háðir öðrum, ósjálfstæðir, bergmál frekar en raddir. Þeir eru pabbastrákar, og pabbi þeirra er hópurinn, hinir vinstri sinnuðu menntamennirnir, enda ráða þeir öllu í háskólum og fjölmiðlum. En að því sögðu skulum við taka upp léttara hjal!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum