Eyjan

Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá hruni

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 09:45

Fyrstu íbúðakaup voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi 2018 og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í að minnsta kosti 10 ár. 26% allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra frá hruni. Hlutfallslega flest fyrstu kaup voru á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum þar sem meira en 30% allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Fleiri íbúðir seljast yfir ásettu verði

Í júní seldust um 14% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði. Íbúðakaup yfir ásettu verði hafa ekki verið hlutfallslega fleiri, samanborið við heildarfjölda viðskipta, síðan í júlí 2017. Miðgildi kaupverðs í kaupsamningum var um 45 milljónir króna í júní en miðgildi ásetts verðs í fasteignaauglýsingum var um 48 milljónir króna.

Sérbýli hækkar meira en fjölbýli

Verð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið kipp undanfarna mánuði. Á meðan fjölbýli hefur hækkað í verði um 3,7% undanfarna 12 mánuði hefur sérbýli hækkað um 9,3% á sama tímabili. Þetta er viðsnúningur frá því sem áður var því frá janúar 2012 til maí 2017 hækkaði fjölbýli samtals 21% meira í verði en sérbýli.

Vísitala leiguverðs hefur aldrei lækkað jafn mikið milli mánaða

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,4% á milli mánaða í júní. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar milli mánaða síðan mælingar hófust árið 2011. Leiguverð hefur þó almennt farið hækkandi undanfarið ár en 12 mánaða hækkun vísitölu leiguverðs mælist nú 7,0%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum