Eyjan

Flókin og götótt skattkerfi sem þarf að endurbæta og færa inn í 21. öldina

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 19:29

The Economist birtir mjög athyglisverðan leiðara um skattkerfi nútímans. Yfirskriftin er að endurskoða aðferðir við skattheimtu fyrir 21. öldina. Skattkerfin séu almennt skelfilega flókin og ógurlega götótt. Þess vegna séu þau ekki skilvirk, oft þrífist óréttlæti innan þeirra – og þau stangist á við markmið stjórnvalda.

Þetta eru orð í tíma töluð.

Economist nefnir glötuð tækifæri – svið þar sem skattlagningin sé lítil þótt verðmætin hafi aukist gríðarlega. Þetta eigi til dæmis við um húsnæði í stórum borgum. Verð þess hafi hækkað að meðaltali um 34 prósent síðustu fimm árin – sem aftur gerir ungu fólki illa kleift að eignast eigið húsnæði. Slík uppgrip ætti að skattleggja, en staðreyndin sé sú að eignaskattar hafa verið fastir í 6 prósentum af skatttekjum meðal hinna auðugri þjóða.

Economist mælir með þvi að allar þjóðir skattleggi eignir í meira mæli – og um leið erfðafjárskatt. Það sé fráleitt að lækka erfðaskatta eins og víða hefur verið gert, enda færast þar mikil verðmæti milli kynslóða. Um leið geldur það varhug við mikilli notkun jaðarskatta, á tíma þegar ójöfnuður eykst í veröldinni. Sköttum eigi að beita mjög varlega á lág laun, en hins vegar sé þörf á því að í Bandaríkjunum séu teknir upp meiri skattar á neyslu.

Blaðið nefnir líka að skattheimtan eigi í mestu brösum með að fylgja tækninni eftir. Það sé nær ómögulegt að fylgjast með því hvar stór alþjóðafyrirtæki komi fyrir gróðanum. Til dæmis kom í ljós í þessum mánuði að hinn breski hluti Amazon greiddi 1,7 milljónir punda í skatt á síðasta ári – af gróða sem er var 72 milljónir punda en veltu sem var 11,4 milljarðar punda.

Áætlað sé að um 40 prósent af hagnaði alþjóðafyrirtækja sé fluttur í skattaskjól ár hvert. Þessi mál sé mjög erfitt að leysa á tíma þegar starfsemin byggir að miklu leyti á að selja óefnisleg verðmæti, en eitt af því sem standi í veginum sé ágreiningur um hvernig eigi að fara með tæknifyrirtæki.

Ein leiðin sem blaðið er nefnir er að reyna að fremur að skattleggja fjárfesta fremur en fyrirtækin. Á endanum renni peningarnir til fjárfestanna. Þá sé ekki hægt að flytja milli landa – Apple geti ekki komið fjárfestunum sínum fyrir á Írlandi.

Það er nefnt í greininni að margir hagfræðingar séu mótfallnir því að skattleggja fjármagn, því það geti dregið úr fjárfestingu. En Economist nefnir að sýsl með fjármagn hafi aukist mikið síðustu áratugi og það hafi skapað mikinn auð. Hægt sé að beita skattlagningu með því móti að gera ráð fyrir ívilnunum vegna fjárfestinga.

Í lokaorðum leiðarans segir að það sé vissulega ekki auðvelt að gera breytingar á skattkerfum. Stjórnmálamenn velti sjaldan fyrir sér tilgangi og eðli skattheimtu. Það þurfi að sannfæra kjósendur og kveða sérhagsmunahópa í kútinn. En það sé þess virði að leggja í þessa baráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“