fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Upplausn í Grindavík vegna endurráðningar bæjarstjórans – Fimm lykilstarfsmenn hættir á bæjarskrifstofunni

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 15:01

Grindavík úr lofti Mynd-grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls fimm lykilstarfsmenn á bæjarskrifstofum Grindavíkur hafa sagt upp störfum undanfarið vegna samstarfsörðugleika á vinnustaðnum, er tengjast endurráðningu á bæjarstjóranum Fannari Jónassyni. Víkurfréttir greina frá.

Starfsmennirnir sem sagt hafa upp eru samkvæmt VF þau Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs, Sigmar Árnason, byggingarfulltrúi, Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Siggeir Fannar Ævarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur.

Sigmar hefur tekið við stöðu byggingarfulltrúa í Ölfusi, Siggeir er orðinn framkvæmdarstjóri Siðmenntar og Björg er nýráðinn sveitastjóri í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Farsakennd ráðningasaga

Fannar Jónasson, bæjarstjóri

Alls bárust 20 umsóknir um stöðu bæjarstjóra Grindavíkur sem auglýst var af nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eftir kosningarnar þann 26. maí. Fannar Jónasson var ráðinn bæjarstjóri í byrjun árs 2017 og tók við af Róberti Ragnarssyni, sem var látinn taka poka sinn, meðal annars vegna ákvörðunar sinnar um að leigja út húsnæði sitt í Grindavík á Airbnb og flytja á endanum til Reykjavíkur.

Fannar var endurráðinn þann 1. ágúst við mismikinn fögnuð Framsóknarmanna, sem vildu fá ferskt blóð í stólinn, meðan Sjálfstæðismenn vildu halda Fannari, en það ku vera uppspretta ósættisins.

Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, hefur sagt sínar skoðanir á örum bæjarstjóraskiptum í sveitarfélaginu:

„Saga bæjarstjóra Grindavíkur Frá því að ég kom til Grindavíkur 1997. Jón Gunnar ráðinn af Sjálfstæðisflokk og rekinn af Framsókn sem ræður Einar Njálsson sem var virkilega vel liðinn í bænum svo komust Sjálfstæðismenn til valda og ráku hann og réðu Ólaf Örn sem var rekin af framsókn og Samfylkingu sem réðu Jónu Kristínu sem sjálfstæðismenn ráku og réðu aftur Ólaf Örn sem var svo rekinn næst þegar framsókn komst til valda sem svo réðu Róbert Ragnars sem var svo rekin af sjálfsstæðismönnum sem brugðu á það ráð að ráða Fannar um mitt síðasta tímabil og núna fara framsóknarmenn fram á að hann verði rekinn og sjálfstæðismenn ætla að lúffa fyrir framsókn þó svo að sjálfstæðismenn séu þrír á móti einum framsóknarmanni. Reyndar hef ég heyrt að Gummi tannlæknir sé í liði með framsókn í þessu máli. Fyrir mig sem íbúa í Grindavík lítur þetta alls ekki vel út. Finnst ykkur kæri meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur það skrítið að fólkið sé farið að gera grín af ykkur? Til að kóróna allt allt saman þá fá ekki allir flokkar að koma að ráðningaferlinu á nýjum bæjarstjóra. Hvað er verið að fela núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu