Eyjan

Segir Elliða með hærri laun en borgarstjóri Parísar: „Sjálfstæðismenn ættu ekki að koma nærri opinberum sjóðum, þeir nota þá til eigin nota.“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 11:55

Í gær greindi RÚV frá því að Elliði Vignisson, nýráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, fái 1.650 þúsund krónur í laun á mánuði, sem er 70 þúsund krónum meira en forveri hans, Gunnsteinn Ómarsson, samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, telur laun Elliða allt of há, en hann segir borgarstjóra Parísar ekki fá svo há laun, þrátt fyrir mikinn mun á íbúafjölda:

„Hærri laun en borgarstjóri Parísar fyrir að stýra Ölfus, sveitarfélagi með tvö þúsund íbúa. París er ellefu hundrað sinnum fjölmennara sveitarfélag. Sjálfstæðismenn ættu ekki að koma nærri opinberum sjóðum, þeir nota þá til eigin nota.“

Elliði Vignisson

Hvað er sanngjarnt ?

Í athugasemdarkerfi Gunnars Smára hefur spunnist umræða um hvað teljist sanngjörn laun bæjarstjóra.

Gunnar Smári vill miða við þreföld lágmarkslaun:

„Lágmarkslaun eru 300 þús. kr. á mánuði. Þreföld lágmarkslaun eru 900 þús. kr. á mánuði. Er það ekki ágætt viðmið; að hæstu laun séu ekki hærri en þreföld lægstu laun? Annaðhvort að lækka Elliða niður í 900 þús. kr. á mánuði eða hækka lægstu laun í 567 þús. kr. á mánuði.“

Þess má geta að borgarstjóri Parísar er Anne Hidalgo og er hún með alls 8.650 evrur á mánuði, eða um 1,1 milljón íslenskar krónur.

Íbúafjöldi Parísar er rúmlega 2.2 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum