fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ólafur um Drífu Snædal: „Virðist ekki hafa velt verðtryggingu, eða áhrifum hennar á vaxtastig í landinu, sérstaklega fyrir sér“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 13:26

Ólafur Arnarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson, ráðgjafi hjá samtökum fiskiframleiðenda og útflutningsfyrirtækja (SFÚ), lýsir yfir vonbrigðum sínum og furðu yfir svörum Drífu Snædal, forsetaframbjóðanda ASÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær, þar sem spurt var um afstöðu hennar til verðtryggingar neytendalána:

„Hún virðist ekki hafa velt verðtryggingu, eða áhrifum hennar á vaxtastig í landinu, sérstaklega fyrir sér. Þá virðist hún ekki gera sér grein fyrir því að annað aðalmál búsáhaldabyltingarinnar á sínum tíma var krafan um afnám verðtryggingar. Þó að þessi krafa hafi átt undir högg að sækja hjá forystu ASÍ á liðnum árum er hún hornsteinn þeirrar sóknar, sem Verkalýðsfélag Akraness hefur leitt innan verkalýðshreyfingarinnar og hefur skilað eindregnum andstæðingum verðtryggingar og baráttufólki fyrir hagsmunum almennings til forystu í tveimur stærstu verkalýðsfélögum landsins,“

segir Ólafur. Hann telur það áhyggjuefni að Drífa skilji ekki samhengi verðtryggingar neytendalána og hárra nafnvaxta óverðtryggðra lána:

„Staðreyndin er nefnilega sú að eina raunhæfa leiðin til að lækka vexti á óverðtryggðum lánum hér á landi er að afnema verðtrygginguna. Afnám verðtryggingar er líka krafa þeirra sem kosið hafa Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur til forystu í VR og Eflingu.“

Hann segir Drífu þurfa að ná tengslum við grasrótina í verkalýðshreyfingunni:

„Það er ekki gott ef næsti forseti ASÍ er ekki í tengslum við grasrótina í verkalýðshreyfingunni. Vonandi er ég að draga rangar ályktanir af orðum Drífu en hún þarf að ganga fram fyrir skjöldu og gera grein fyrir því hvaða stefnu hún hefur varðandi verðtryggingu neytendalána. Hún þarf að sýna fram á að hún hafi áhuga á þeim málum og skilji eðli verðtryggingar og áhrif hennar á vexti og afkomu launafólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn