fbpx
Föstudagur 14.desember 2018
Eyjan

Jón Karl Ólafsson hættir hjá Isavia

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 20:58

Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, hefur sagt starfi sínu lausu. Jón Karl hóf störf hjá Isavia fyrir þremur árum og hefur síðan m.a. unnið að hugmyndum um breytingar á rekstrarformi innanlandsflugvalla. Þetta kemur fram í tilkynningu:

„Þær hugmyndir sem Jón kynnti að breyttu rekstrarfyrirkomulagi hafa ekki náð í gegn ennþá, en við vonumst til þess að þær nái að hreyfa við fólki og fá það til að hugsa öðruvísi um rekstur flugvalla sem hluta af almenningssamgöngukerfi. Mikill árangur hefur náðst í starfstíð Jóns, til að mynda setti ríkið á stofn sjóð til þess að styðja við alþjóðaflug um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Við hefjum nú leit að góðum eftirmanni Jóns sem getur haldið áfram að byggja á þeim grunni sem Jón Karl hefur lagt og við þökkum honum fyrir frábært starf í gegnum árin,“

segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

 

„Ég vil þakka öllum samstarfsmönnum hjá Isavia kærlega fyrir samstarfið og ég óska ykkur og fyrirtækinu alls hins besta í þeim miklu og mikilvægu verkefnum, sem fram undan eru“,

segir Jón Karl.

Þar til ráðið hefur verið í starf framkvæmdastjóra flugvallasviðs þá mun Björn Óli Hauksson taka við stjórn sviðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Fylgi Miðflokksins hrynur – Framsókn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins hrynur – Framsókn rýkur upp
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“
Eyjan
Í gær

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur tekur Framsókn til bæna: „Allt svikið enn og aftur!“ – Rassskelltir svo fast að það nánast blæðir

Vilhjálmur tekur Framsókn til bæna: „Allt svikið enn og aftur!“ – Rassskelltir svo fast að það nánast blæðir
Eyjan
Í gær

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera