fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Hvað eigum við að hneykslast mikið á Boris Johnson? Búrkan er tákn um stæka kvennakúgun!

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski óþarfi að hneykslast mikið þótt Boris Johnson segi að það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar eða bankaræningjar. Hann á  þar við hinn sérkennilega kvenklæðnað búrkuna sem tíðkast meðal íslamskra ofsatrúarmanna. Þetta er samt vandrötuð leið. Það er sagt að með þessu gefi Johnson veiðleyfi á konur sem klæðast þessum búningi – jú, það gæti verið einhver hætta á því – en um leið er þetta mjög ágengt tákn um tegund af kvennakúgun sem ekki er hægt að umbera í Evrópuríkjum. Það er er satt að segja mjög óþægilegt að mæta konum í búrkum í evrópskum borgum – og eiginmönnunum sem ganga með þeim, berhöfðaðir og frjálsir.

Því skömmin er fyrst og fremst þeirra, karlanna en ekki kvennanna.

Búrkan er fráleitur klæðnaður. Við getum aldrei litið framhjá því. Við getum samþykkt, með nokkrum semingi,  rétt fólks til að iðka ofstækisfulla trú en það er ekki þar með sagt að við þurfum viðurkenna trúarsiðina, láta eins og þeir séu góðir og gildir. Því er haldið fram að búrkan  sé frjálst val kvennanna sem um ræðir – en það er frekar erfitt að fallast á þessi drungalegi búningur sé neitt slíkt.

En Johnson segir líka að hann sé ekki sammála því að banna búrkuna eins og hafi verið gert í Danmörku. Það sé of langt gengið. Vinnustaðir geti hins vegar bannað svona klæðnað. Þess er krafist að Johnson biðji afsökunar – en það segist hann ekki ætla að gera.

Það má kannski líka segja að of mikið sé gert úr búrkunni í Danmörku. Þetta er mál sem hefur verið blásið upp, langt umfram mikilvægi þess. Það eru afar fáar konur sem klæðast henni – má kannski segja að búrkan hafi lagst á sálina á dönsku þjóðinni mitt í hinni endalausu umræðu þar um innflytjendamál. En það má þó geta þess að slíkt bann er í gildi í fleiri löndum, eins og til dæmis Frakklandi þar sem býr mikill fjöldi múslima. Evrópudómstóllinn féllst á að Frakkar hefðu rétt til að setja á þetta bann.

Notkun klæðnaðar sem hylur allan kvenlíkamann og andlitið hefur verið mest í Saudi-Arabíu, Íran og Afganistan, löndum þar sem trúarofstækið ríður ekki við einteyming. Í tveimur síðarnefndu löndunum urðu trúarbyltingar þar sem konur voru reknar aftur inn í miðaldaklæðnaðinn. Pólitísk þróun í þessum löndum hefur verið afar hryggileg, og mýmörg dæmi um hve konur hafa mátt þjást undir kúgun og frelsisviptingu. Í Saudi-Arabíu, helsta bandalagsríki Vesturlanda í þessum heimshluta, hefur kvennakúgunin verið alveg látlaus – enda í gildi trúarsetningar þar sem konur hafa ekki mikið meiri rétt en búfénaður.

Það er ein þversögn nútímans að stjórnvöld á Vesturlöndum hafa látið gott heita  að Saudi-Arabar iðki í krafti auðs síns skefjalaust trúboð út um allan heim – þar sem er boðuð ógeðfelldasta útgáfan af íslamstrú. En pólitískir skammtímahagsmunir og olíuhagsmunir koma fyrst eins og endranær. Og nú ætlar Donald Trump að setja viðskiptabann á Íran og refsa öllum sem ekki hlíta boðvaldi Bandaríkjanna varðandi það.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka