Eyjan

Erlendur áhugi á jörðum fyrir vestan: „Útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 08:56

Fjórar jarðir, alls 17 þúsund hektarar, eru til sölu á Vestfjörðum. Allar eru þær í eigu hins sænska timburframleiðanda John Harald Örneberg, en verðið fæst ekki gefið upp. Erlendir aðilar eru sagðir sýna jörðunum áhuga, samkvæmt Fréttablaðinu.

„Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“

segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Fasteignasölunni Borg. Hann segir Íslendinga sýna lítinn áhuga á jörðunum.

 

Stærst jarðanna er Kirkjuból, eða um 8.800 hektarar. Allar jarðirnar eru í einu félagi og verða seldar þannig, en félagið fer með meirihluta veiðifélags  í Langadalsá og Hvannadalsá.

Næst stærst er Tunga, alls 7.800 hektarar, með 25% veiðirétt í Hvannadalsá og 3,76% í Langadalsá.

Þá kemur Brekka, alls 570 hektarar, með 10,35% veiðirétt í Langadalsá.

Þá er Neðri-Bakki, alls 420 hektarar, með 11,85% veiðirétt í Langadalsá.

 

Örneberg rekur fyrirtækið The Forest Company sem ræktar skóga í Svíþjóð og Brasilíu. Hann keypti jarðirnar í gegnum félagið Varpsberg, af Landsbankanum, árið 2012.

RÚV greindi frá því á sínum tíma að kaupverðið hefði verið 250 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum