fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Erlendur áhugi á jörðum fyrir vestan: „Útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar jarðir, alls 17 þúsund hektarar, eru til sölu á Vestfjörðum. Allar eru þær í eigu hins sænska timburframleiðanda John Harald Örneberg, en verðið fæst ekki gefið upp. Erlendir aðilar eru sagðir sýna jörðunum áhuga, samkvæmt Fréttablaðinu.

„Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“

segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Fasteignasölunni Borg. Hann segir Íslendinga sýna lítinn áhuga á jörðunum.

 

Stærst jarðanna er Kirkjuból, eða um 8.800 hektarar. Allar jarðirnar eru í einu félagi og verða seldar þannig, en félagið fer með meirihluta veiðifélags  í Langadalsá og Hvannadalsá.

Næst stærst er Tunga, alls 7.800 hektarar, með 25% veiðirétt í Hvannadalsá og 3,76% í Langadalsá.

Þá kemur Brekka, alls 570 hektarar, með 10,35% veiðirétt í Langadalsá.

Þá er Neðri-Bakki, alls 420 hektarar, með 11,85% veiðirétt í Langadalsá.

 

Örneberg rekur fyrirtækið The Forest Company sem ræktar skóga í Svíþjóð og Brasilíu. Hann keypti jarðirnar í gegnum félagið Varpsberg, af Landsbankanum, árið 2012.

RÚV greindi frá því á sínum tíma að kaupverðið hefði verið 250 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki