fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Viðmiðunarupphæð gjafsóknar hækkuð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst sl. tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar nr. 45/2008.

Breytingin felur í sér hækkun viðmiðunarfjárhæða gjafsóknar. Þannig mun við mat á því hvort veita skuli einstaklingi gjafsókn framvegis miða við að tekjur hans nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 3.600.000 í stað kr. 2.000.000 áður. Sama upphæð fyrir hjón eða sambúðarfólk hækkar úr kr. 3.000.000 í kr. 5.400.000. Þá skulu viðmiðunarmörk tekna hækka um kr. 400.000 fyrir hvert barn á framfæri umsækjanda í stað kr. 250.000 áður.

Loks er kveðið á um það í reglugerðinni að framangreindar fjárhæðir taki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert.

Reglugerðin tók sem fyrr segir gildi þann 1. ágúst nk. og gildir hún jafnt um ný mál sem og um gjafsóknarumsóknir sem borist hafa fyrir það tímamark en hafa ekki verið afgreiddar.

 

Til útskýringar

Samkvæmt Vísindavefnum er gjafsókn samheiti fyrir „aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja hagsmuni sína eða verja þá í dómsmáli“. Samkvæmt þessu er gjafsókn fjárhagsleg aðstoð til gjafsóknarhafa og er þeirri aðstoð meðal annars ætlað að koma til móts við kostnað vegna málflutnings fyrir hönd gjafsóknarhafans og hinna ýmsu gjalda, sem hann þarf að standa skil á vegna málsins.

Reglugerðin á vef Stjórnartíðinda https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=334b3714-5b28-4eeb-b9b8-2ffed44ee4d5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn