Eyjan

Viðmiðunarupphæð gjafsóknar hækkuð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 15:39

Þann 1. ágúst sl. tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar nr. 45/2008.

Breytingin felur í sér hækkun viðmiðunarfjárhæða gjafsóknar. Þannig mun við mat á því hvort veita skuli einstaklingi gjafsókn framvegis miða við að tekjur hans nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 3.600.000 í stað kr. 2.000.000 áður. Sama upphæð fyrir hjón eða sambúðarfólk hækkar úr kr. 3.000.000 í kr. 5.400.000. Þá skulu viðmiðunarmörk tekna hækka um kr. 400.000 fyrir hvert barn á framfæri umsækjanda í stað kr. 250.000 áður.

Loks er kveðið á um það í reglugerðinni að framangreindar fjárhæðir taki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert.

Reglugerðin tók sem fyrr segir gildi þann 1. ágúst nk. og gildir hún jafnt um ný mál sem og um gjafsóknarumsóknir sem borist hafa fyrir það tímamark en hafa ekki verið afgreiddar.

 

Til útskýringar

Samkvæmt Vísindavefnum er gjafsókn samheiti fyrir „aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja hagsmuni sína eða verja þá í dómsmáli“. Samkvæmt þessu er gjafsókn fjárhagsleg aðstoð til gjafsóknarhafa og er þeirri aðstoð meðal annars ætlað að koma til móts við kostnað vegna málflutnings fyrir hönd gjafsóknarhafans og hinna ýmsu gjalda, sem hann þarf að standa skil á vegna málsins.

Reglugerðin á vef Stjórnartíðinda https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=334b3714-5b28-4eeb-b9b8-2ffed44ee4d5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum