fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Tími ég að borga 783 evrur fyrir kolefnisjöfnun flugferða?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á tíma mikils kvíða. Á því eru ýmsar skýringar og þær blandast með margvíslegum hætti, hraði í mannlegum samskiptum, miklar kröfur um að standa sig í starfi og námi, upplýsingabyltingin og samskiptamiðlarnir. Það er svo margt sem við eigum erfitt með að höndla. Heimurinn virðist afar óreiðukenndur. Samt lifir stór hluti jarðarbúa betur og lengur en áður. Mikið af framförunum hefur gert lífið ánægjulegra, margt sem þurfti að hafa áhyggjur af forðum er horfið. Ég er að lesa bók sem gerist á berklahæli í Mið-Evrópu snemma á síðustu öld. Þar vorfir ekki bara dauðinn yfir í líki hins hræðilega sjúkdóms heldur stefnir heimurinn í stórstyrjöld.

Loftslagsbreytingar eru hins vegar vandamál sem getur gert allar framfarirnar að engu. Kannnski er það loks í sumar að við á Vesturlöndum erum að átta okkur almennilega á ógninni sem vofir yfir. Hið heita sumarveður virkar óeðlilegt og óþægilegt. En svo eru reyndar aðrir sem berja höfðinu við steininn og láta eins og ekkert sé – Trump Bandaríkjaforseti er í óða önn að afnema umhverfislöggjöf sem var sett á tíma Obamas, það varðar meðal annars útblástur bifreiða og notkun á vistvænum orkugjöfum. Hann hvetur til notkunar kola en setur háa innflutningstolla á sólarrafhlöður.

En það þýðir ekki annað að nálgast loftslagsbreytingarnar sem verkfni sem þarf að leysa. Það er lítið gagn í því að hnipra sig saman í ótta eða loka á veruleikann. Það þarf mótaðgerðir til að sporna við breytingunum eftir megni – í þeirri von að mannkynið haldi áfram að vakna til vitundar um þær – það þarf að líka að takast á við afleiðingar þeirra breytinga sem er öruggt að verði. Hver einstaklingur verður að leggja sitt af mörkum, hver fjölskylda. Við getum varla ætlast til að aðrir finni leiðir út úr vandanum en sjálf haldið áfram að láta eins og Trump.

Hér er vefur, upprunninn í Þýskalandi, þar sem er boðið upp á að kolefnisjafna flugferðir. Vefurinn kallast Atmosfair. Það er náttúrlega ekki hægt að fljúga fram og til baka um heiminn og prédíka síðan um hattræna hlýnun þegar maður lendir. Fátt er meiri skaðvaldur varðandi hnattræna hlýnun en flug.

Nú er ég búinn að reikna. Ég kemst að því að til að kolefnisjafna flugferðir mínar og fjölskyldu minnar í sumar þarf ég að greiða 783 evrur eða 97 þúsund krónur.

Og nú er spurningin: Á ég að tíma því? Það er auðvelt að skrifa orðin hér fyrir ofan, en það er þyngra að taka upp veskið…

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna