Eyjan

Sagan af húsunum í Viðey

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 19:00

Sunnudaginn 12. ágúst mun Magnús Sædal Svavarsson fræða gesti Viðeyjar um sögu húsanna í Viðey og þeirra tímamóta minnst að í ár verða liðin 30 ár frá því að Viðeyjarstofa og kirkja voru tekin í notkun í núverandi mynd eftir gagngerar endurbætur. Árið 1996 gaf ríkið borginni hin sögufrægu hús í tilefni af 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur og lauk framkvæmdum tveimur árum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Magnús var framkvæmda- og byggingarstjóri endurbyggingarinnar en hann var byggingarfulltrúi borgarinnar árin 1993-2011 og þekkir því sögu húsanna í Viðey vel. Hann mun fara yfir víðan völl í umfjöllun sinni og gestir munum fylgja Magnúsi í vettvangsskoðun um húsin.

Endurgerð húsanna þykir afar vel heppnuð og er rekstur húsanna nú á hendi Borgarsögusafns Reykjavíkur. Nú 30 árum eftir endurbygginguna eru húsin í mjög góðu ástandi og starfsemi í Viðey blómstrar. Það má því segja að byggt sé á traustum grunni.

Siglt er samkvæmt áætlun frá Skarfabakka kl. 13:15 en þeir sem vilja fá sér hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir gönguna geta siglt kl. 12:15. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna.

Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.550 kr. fyrir fullorðna, 1.400 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 775 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.

 Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt.

Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

 

Sennilega um 1902, hópur fólks fyrir utan Viðeyjarstofu. Sennilega fjölskylda Péturs Thorsteinssonar. Önnur frá vinstri er Katrín Pétursdóttir Thorsteinsson síðar Briem (1881-1919) og við hlið hennar Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891-1924), bróðir hennar. Dætur Ásthildar og Péturs voru sex að tölu (Helga, tvíburarnir Ásta og Borghildur, Gyða, Guðrún og Katrín) og synirnir fjórir; Guðmundur, Samúel, Gunnar og Friðþjófur, þarna 6, 7, og 8 ára gamlir. Eggert Briem eiginmaður Katrínar með basthatt og Pétur Thorsteinsson með dökkan hatt. Móðir Péturs, Halla Guðmundsdóttir, situr undir Ingibjörgu, þarna um eins árs, fædd 1902, dóttur Katrínar og Eggerts. Viðeyjarstofa var heimili Katrínar og Eggerts á þessum tíma. Ef vel er að gáð sést að í flestum gluggum eru pottaplöntur. Byggingin er í töluverðri niðurníðslu, skömmu eftir aldamótin 1900 voru gerðar endurbætur á húsinu, fjórir kvistar voru byggðir á þakið og inngangurinn færður í gluggaopið lengst til vinstri (sjá mynd nr MAÓ 2071). Gömul skráning: Tveir karlmenn klæddir í jakkaföt og með hatta, tvær konur eru klæddar í hátísku kjóla að evrópskri fyrirmynd (danskur búningur) en hinar konurnar eru á peysufötum (íslenskur búningur), börnin eru klædd í einhvers konar kirtla eða barnakjóla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum