Eyjan

Landnámsbær fundinn á Selströnd í Kaldrananeshreppi á Ströndum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 16:00

Sandvík við fornar tóftir

Fyrir nokkrum árum síðan urðu íbúar á bænum Bakkagerði á Selströnd varir við bein sem stóðu út úr sjávarbakka sem hafði brotnað niður vegna ágangs sjávar. Beinum sem hrundu úr bakkanum var haldið til haga, og var haft samband við Albínu Huld Pálsdóttur dýrabeinafornleifafræðing. Sýndi sig að þar var um litríkt samansafn af beinum að ræða úr sjávardýrum, fuglum og fiskum í viðbót við svína- og geitarbein svo dæmi séu nefnd. Var því haft samband við Minjastofnun Íslands, og tóku starfsmenn stofnunarinnar bein neðarlega úr haugnum og sendu til aldursgreiningar. Sýndi sú greining fram á að um bein frá tímabilinu 850–910 eftir Krist var að ræða.

Í dag hefur alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga tekið málið í sínar hendur og munu þeir rannsaka nánar þessar mannvistarleifar í Sandvík á Ströndum nú í ágúst. Munu þeir kanna umfang ruslahaugsins og reyna að finna útlínur bæjarins og annarra bygginga. Að afloknum uppgreftri mun fara fram málþing í hinni nærliggjandi Hveravík á Ströndum, þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða settar í samhengi við strandmenningu landa við Norður-Atlantshafið bæði í austri og vestri.

Það sérstaka við landnámsbæinn í Sandvík er að engum sögnum fer af búsetu manna í víkinni, hvorki í Landnámabók né öðrum norrænum textum, né finnast nokkrar sögusagnir af bæ á þessum slóðum svo langt aftur í aldir. Næsti landnámsmaður við Sandvík hét Grímur Ingjaldsson og er sagður hafa búið í Grímsey á Steingrímsfirði, en hann átti rætur að rekja til Haddingjadals, nú Hallingdal, í Mið- Noregi, og er eini landnámsmaðurinn tilgreindur frá þeim slóðum.

Málþing verður haldið um fornleifafundinn þann 18. ágúst í Hveravík, en  dagskrána má sjá hér

Uppdráttur af tóftum í Sandvík

 

Hveravík á Ströndum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum