Eyjan

Gunnar Smári tætir í sig húsnæðisstefnu Samfylkingarinnar: „Ósvífnasta pólitíska stefna Íslandssögunnar“ – Segir aðeins 276 íbúðir í byggingu, ekki 1059

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 11:31

Gunnar Smári Egilsson

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, er gagnrýninn á húsnæðisstefnu Samfylkingarinnar og meirihlutans í borgarstjórn. Hann tætir í sig þær tölulegu upplýsingar sem koma frá Samfylkingunni um þann fjölda félagslegra íbúða sem séu í byggingu, alls 1059 íbúðir. Hann segir listann settan fram af meirihlutanum og stuðningsfólki hans, til þess að réttlæta fullyrðingar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur í Vikulokunum á dögunum, sem rifist hefur verið um, en þar virðist skilgreiningaratriðið vera hvenær íbúðir séu í byggingu og hvenær ekki.

Gunnar Smári segir staðreyndina hinsvegar vera þá að aðeins 276 íbúðir séu í byggingu:

„Ef skipta á þessum 1059 íbúðum niður á hópa þá er listinn svona:

Öryrkjar og fatlaðir: 15 íbúðir í byggingu
Fátækir/Félagsbústaðir: 62 íbúðir í byggingu (149 í undirbúningi)
Láglaunafólk/Bjarg: 214 íbúðir í byggingu (202 í undirbúningi)
Kvennaathvarf: Engin íbúð í byggingu (16 í undirbúningi)
Stúdentaíbúðir: Engin íbúð í byggingu (356 í undirbúningi)

Með góðum vilja má segja að 276 félagslegar íbúðir séu í byggingu í Reykjavík fyrir fátæka og láglaunafólk og 15 íbúðir fyrir fatlaða. Í ár eru sjö ár síðan húsnæðiskreppan skall á í Reykjavík og hún hefur síðan grafið undan lífskjörum hinn verr stæðu í borginni, fólk sem hefur verið ofurselt okurleigufyrirtækjum. Afstaða Samfylkingarinnar og meirihlutans, að halda því fram að búið sé að leysa húsnæðiskreppuna í Reykjavík, er ósvífnasta pólitíska stefna Íslandssögunnar. Hún hefur fellt tvo meirihluta í borgarstjórn í röð en Samfylkingunni hefur tekist tvívegis að lokka nýja flokka til samstarfs svo framlengja megi aðgerðarleysið gagnvart húsnæðiskreppunni, mestu vá gegn lífskjörum almennings í borginni.

 

Árásir í stað afsökunarbeiðni

Hann segir flokkana í meirihlutanum draga athyglina frá vandanum í stað þess að biðjast afsökunar:

„Til að draga athygli frá eigin aðgerðarleysi vill Samfylkingarfólk og annað stuðningsfólk aðgerðarleysis gagnvart húsnæðiskreppunni láta umræðuna snúast um hvort formaður VR eða sósíalistar megi mótmæla röngum fullyrðingum forystufólks Samfylkingarinnar og hvernig þessir aðilar mótmæla rangindunum. Í stað þess að biðja Reykvíkinga afsökunar á að hafa magnað upp verstu húsnæðiskreppu í borginni frá seinna stríði, með aðgerðarleysi gagnvart neyð hinna verr stæðu og undirlægjuhætti gagnvart lóðabröskurum, verktökum og okurleigufyrirtækjum; ræðst stuðningsfólk aðgerðarleysisins að þeim sem gagnrýna og leggja til lausnir.“

 

„Elíta“ yfirtekið Samfylkinguna

„Samfylkingunni til afsökunar má benda á að þetta er líka stefna annarra flokka í Evrópu með rætur í sósíaldemókratíu síðustu aldar en sem hafa verið teknir yfir af þröngum elítum sem samsama sig fyrst og fremst við auðvaldið og hafa misst tengsl við alþýðufólk. Hrun þessara flokka hafa verið vörðuð fullyrðingum um að þeir séu að síðasta vörn hinn verr stæðu, sem aftur kannast ekkert við að þessir flokkar geri nokkurn skapaðan hlut annan en að upphefja sjálfan sig og púkka undir auðvaldið, svo það geti áfram níðst á almenningi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum