fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Grunnregla hins frjálsa samfélags

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 06:41

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Það er oft eins og margir menn skilji alls ekki eðli og tilgang sakamála, sem rekin eru fyrir dómi. Sakamál fjalla ekki um uppgjör milli brotaþola og sakbornings. Þau eru höfðuð af handhöfum ríkisvalds (ákæruvalds) gegn þeim sem er grunaður um að hafa framið refsivert brot. Viðfangsefnið er sakborningurinn og viðleitni samfélagsins til að draga þá menn til ábyrgðar, sem brotið hafa af sér með refsiverðum hætti.

Í refsimálinu verður hlutur ætlaðs brotaþola ekki réttur. Hafi verið brotið á honum verður því ekki breytt. Hann á þess samt kost að koma bótakröfu vegna tjóns síns að í sakamálinu. Örlög þeirrar kröfu geta ekki ráðið niðurstöðu um sök sakborningsins. Þess utan getur brotaþoli höfðað einkamál gegn þeim sem hann telur hafa brotið á sér og valdið sér skaða.

Það er lykilatriði við meðferð sakamála að meta skuli vafa um sekt sakbornings honum í hag. Um þetta eru ákvæði í stjórnarskránni (2. mgr. 70. gr), Mannréttindasáttmála Evrópu (2. mgr. 6. gr.) og lögum um meðferð sakamála (108. og 109. gr.).

Þessar reglur mega teljast ekkert minna en grunnreglur hins frjálsa samfélags, því þær hindra ríkjandi stjórnvöld í því að beita borgara valdi án nægilegs tilefnis. Þær vernda líka persónuleg réttindi manna að því leyti að þær eiga að hindra að menn séu dæmdir til refsingar fyrir afbrot sem þeir ekki hafa framið. Við vitum vel að reglan kann að leiða til þess að maður sem brotið hefur af sér kann að sleppa ef ekki tekst að sanna á hann brotið. Það eru útgjöld sem við verðum að sætta okkur við vegna þess að við viljum hindra að saklausir séu dæmdir auk þess sem við viljum ekki að ríkisvaldið hafi heimild til að koma fram refsingum borgara af geðþótta sínum. Ef þessar meginreglur yrðu numdar úr lögum myndi taka við ástand sem helst mætti líkja við ástand í alræðisríkjum, þar sem ógnarstjórn hefur ráð einstaklinganna í hendi sér. Sagan greinir mörg dæmi um slíkt ástand.

Samúð með brotaþola

Þegar sakamál koma til meðferðar fyrir dómi hafa flestir menn samúð með ætluðum brotaþola afbrots. Það er eðlilegt. Framangreindar meginreglur gilda samt. Í viðkvæmum málaflokkum eins og til dæmis flokki kynferðisbrota eru einatt uppi háværar kröfur um að hinum ákærða manni verði refsað. Slík sjónarmið birtast oftast frá fólki sem veit ekkert um sönnunarfærsluna sem fram hefur farið fyrir dómi. Fyrir nokkrum dögum mátti líta hávaðasama umfjöllum um dóm sem kveðinn hafði verið upp í Héraðsdómi Reykjaness. Enginn hafði samt lesið dóminn, því hann hafði ekki verið birtur opinberlega. Þar hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að sök hefði ekki sannast á ákærða í máli þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Var maðurinn því sýknaður af ákærunni.

Landsmenn ættu að fagna því að í landinu skuli starfa dómarar sem hafa þrek og þor til að dæma eftir lögum, þó að þeir viti fyrirfram að dómur muni ekki afla þeim vinsælda í fjölmiðlum og meðal þeirra fjölmörgu sem hæst láta í samfélaginu. Ég tek því ofan fyrir dómaranum sem kvað upp nefndan dóm. Ekki vegna þess að ég viti hvort sakborningur var sekur um glæpinn heldur vegna þess að dómarinn beitti þýðingarmikilli meginreglu réttarríkisins af bestu samvisku og hirti ekki um „dóminn“ sem hann hlaut að vita að yfir honum yrði kveðinn af fávísum almannarómi.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins