fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarna segir Drífu Snædal fara með fleipur: „Í ætt við þær upplýsingafalsanir sem barist er gegn á alþjóðavettvangi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýninn í garð Drífu Snædal, framkvæmdarstjóra Starfsgreinarsambandsins, en hún staðfesti framboð sitt til forsetakjörs ASÍ fyrr í dag.

Björn hnýtur um orðalagið í yfirlýsingu Drífu hvar segir: „Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum.“

„Þarna er sérkennilega að orði komist en í samræmi við það að þeir sem eru í forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar virðast með öllu fráhverfir þeirri hugsun að með þátttöku þeirra hafi orðið mestu félagslegar og efnalegar framfarir í sögu þjóðarinnar, einmitt síðustu áratugi. Á árunum frá 2014 hefur kaupmáttur til dæmis aukist um 30% svo að nærtækt dæmi sé tekið. Sé þetta dæmi nefnt leggjast margir á eitt að gera sem minnst úr gildi þess fyrir almenna launþega!“

 

Ekkert minnst á upptöku evru

Björn segir að fyrir áratug hafi evran verið eitt helsta baráttumál forystumanna ASÍ:

„Drífa Snædal minnist ekki einu orði á samskipti út á við eða evruna. Á hinn bóginn vekur athygli að á FB-síðu sinni birtir Drífa framboðsyfirlýsingu sína bæði á íslensku og ensku sem segir sitt um  fjölgun félagsmanna ASÍ með annað móðurmál en íslensku. Nú er spurning hvort einhver býður sig fram á vettvangi ASÍ með upptöku evrunnar að leiðarljósi. Á árum áður voru forystumenn ASÍ og Samfylkingarinnar samstiga í evru-baráttunni. Kæmi evru-frambjóðandi fram innan ASÍ að þessu sinni nyti hann stuðnings forystumanna Viðreisnar,“

segir Björn og finnur að grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag, hvar hún mælir fyrir nýjum gjaldmiðli, þar sem ekki sé sanngjarnt að almenningur sitji eftir með krónuna og kostnaðinn sem henni fylgir á meðan tiltekin fyrirtæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjármagni. Krónan hefur reynst okkur dýrkeypt spaug. Horfumst í augu við það.“

Björn segir hinsvegar að kaupmáttur íslensks almennings hafi einmitt vaxið meira en launþega í nokkru öðru evru-landi, með krónuna að vopni.

Að lokum segir Björn:

„Að segja að hallað hafi undan fæti í íslensku samfélagi og að halda því fram að íslenska krónan sé „dýrkeypt spaug“ er í ætt við þær upplýsingafalsanir sem barist er gegn á alþjóðavettvangi með þeim rökum að þær veiki traust á lýðræðislegum umræðum og baráttu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“