Eyjan

Áhættusamt starf að taka við

Egill Helgason
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 15:44

Arftaki Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerback hjá íslenska landsliðinu mun varla eiga sjö dagana sæla. Þeir leiddu lið, skipað leikmönnum sem flestir spila með allsendis ófrægum liðum í útlöndum, upp í hæstu hæðir. Náðu árangri sem á eiginlega ekki að vera möguleikur. Komust í úrslit á Evrópumóti og í Heimsmeistarakeppni. Frammistaðan á báðum mótunum var góð, kannski ívið betri á Evrópumótinu en hugsanlega allra best í undankeppninni fyrir HM – þegar íslenska liðið náði efsta sæti.

Á heimsmeistaramótinu í sumar læddist að manni sá grunur að íslenska liðið væri aðeins farið að dala – að það væri ekki alveg eins gott og á fyrri misserum. Kannski fæst ekki botn í það fyrr en á næsta ári þegar undankeppnin fyrir Evrópumótið 2020 hefst. Þá sést hvað eftir er af þessu glæsilega liði. Það eru líkur á því að nýr þjálfari fái skellinn ef illa gengur, þegar skýringanna gæti lika verið að leita í því að leikmennirnir séu búnir að lifa sitt bjartasta skeið. Hversu lengi endist þetta lið og er hægt að fylla skörðin með nýjum leikmönnum?

Það er ekki óþekkt að lið frá smáþjóðum nái stórkostlegum árangri en detti svo aftur ofan í gamla farið. Noregur vann Brasilíu á heimsmeistaramótinu 1998, komst í sextán liða úrslit, en hefur ekki komist á HM síðan. Þá var talað um gullkynslóð norska boltans. Meira að segja þjálfari þess tíma, Egil Drillo Olsen, hefur mestanpart verið heillum horfinn síðan þá.

Þjálfarinn sem tekur við íslenska liðinu gæti lent í því að vera dæmdur mjög hart. Hann verður undireins mældur við árangur Lars og Heimis. Maður er eiginlega strax farinn að kenna í brjósti um Erik Hamrén, Svíann sem nú er orðaður við starfið. Fréttirnar af þessu hafa vakið heiftarleg viðbrögð víða – það er sagt að Hamrén muni alls ekki duga. Hann sé heldur enginn Lars – heldur mæti í keppnir með illa skipulögð lið. Þetta mælist alls ekki vel fyrir.

Umtalið er þannig að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, þarf að setja undir sig hausinn ef hann ætlar að ráða Hamrén. Hann þarf að kveða niður miklar efasemdaraddir.

Hvar á þá að leita að landsliðsþjálfara? Það er varla auðvelt. Happafengur eins og jafnaðarmaðurinn Lars Lagerback er ekki á hverju strái. Knattspyrnusambandið íslenska veður tæplega í peningum. Hingað fást ekki frægir útlendir þjálfarar nema þeir séu nánast til í að gera þetta pro bono – upp á sportið. Frægir þjálfarar fá laun upp á tugi milljóna á mánuði. Myndi einhver Íslendingur duga? Sá þyrfti reyndar ekki að kemba hærurnar í starfi ef illa gengur. Þetta er býsna áhættusamt starf að taka við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum