fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Við erum að tapa stríðinu gegn loftslagsbreytingum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö stórblöð lýsa því yfir í dag að mannkynið sé að tapa baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í New York Times Magazine birtist grein með ljósmyndum og myndböndum þar sem eru sýnd áhrif loftslagsbreytinga. Þarna er sagan rakin aftur á níunda áratug síðustu aldar og talað um að þá hafi verið tækifærið til að stöðva hnattræna hýnun.

Nú hefur jörðin hitnað um eina gráðu frá því á tíma iðnbyltingarinnar. Í Parísarsamkomulaginu er gert ráð fyrir, og þar eru afar litlar skuldbindingar, að reynt verði að halda hlýnuninni innan 2 gráða. New York Times segir að líkurnar á því að það takist séu 1 á móti 20. Hamfarir sem teygja sig yfir langt tímabil séu nú það besta sem við getum vænst. En ef hitinn hækkar um þrjár gráður erum við að tala um stórkostlega hækkandi sjávarstöðu til dæmis og að borgir sem standa við hafið fari undir vatn.

Fjórar gráður myndu þýða stanslausa þurrka í Evrópu, að suðvesturhluti Bandaríkjanna yrði óbyggilegur, stórir hlutar af Kína og Indlandi yrðu að eyðimörk.

Í greininni segir að flest sem við vitum nú um hnattræna hlýnun hafi verið komið fram þegar árið 1979. Þá strax hefði þurft að aðhafast. Það sé sárt að hugsa til þess að hægt hefði verið að afstýra miklum hörmungum.

The world is losing the battle against climate change er yfirskrift leiðara í The Economist. Þar segir að aukin eftirspurn eftir orku valdi því að hlutirnir séu að þróast í öfuga átt. Útblástur gróðurhúsalofttegunda fari vaxandi þrátt fyrir Parísarsamkomulagið.  Notkun kola og olíu hefur aukist. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum hafa staðnað, þótt þar sé að finna margs konar góða valkosti, kjarnorka sem er nauðsynleg til að leysa vandann sé óvinsæl og dýr. Kannski hafi menn ætlað að mannkynið, með sína sjálfsbjargarhvöt, myndi redda málunum – en staðreyndin nú sé að stríðið sé að tapast.

Því miður muni heimurinn verða miklu heitari áður en stjórnmálamenn ná almennilega saman um að koma böndum á hlýnunina. Í peningum muni það sennilega kosta eitthvað til skamms tíma að hamla gegn loftslagsbreytingunum, en til langs tíma litið verði arðbært að skipta yfir í hreinni orkugjafa.

Í dag er því spáð að hitamet gæti fallið í Evrópu, að hiti fari yfir 48 stig á Spáni. Það er skelfileg tilhugsun. Því er haldið fram að hnattræn hlýnun auki líkurnar á hitabylgju eins og hefur verið í Evrópu í sumar um helming. Sjálfur er ég á austurströnd Bandaríkjanna, í Boston. Því er spáð að hitinn í dag verði 34 stig og afar rakt. Það er ekkert sérlega skemmtilegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins