Eyjan

Jón Kalman tilnefndur til verðlauna Nýju akademíunnar ásamt Murakami, Ferrante og Rowling

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 22:40

Eins og alkunna er fokkuðust Nóbelsverðlaunin upp, sænska akademían er í upplausn og engin bókmenntaverðlaun verða veitt þetta árið – allt út af skúrknum Jean Claude Arnault. Sænskum bókmenntaunnendum fannst þetta ekki nógu gott. Í því skyni að minna á mikilvægi bókmennta settu þeir á stofn svokallaða Nýja akademíu sem mun veita bókmenntaverðlaun þetta árið – og svo væntanlega ekki söguna meir. Verðlaunin verða milljón sænskar krónur og það verður haldin glæsileg veisla, líkt og þegar Nóbelinn er afhentur. Allt gerist þetta líka á svipuðum tíma og útdeiling Nóbelsverðlaunanna. hefði verið.

Nú mun vera hægt að greiða atkvæði um hver fær verðlaunin. Fyrirkomulagið er þannig að sænskir bókaverðir hafa tekið saman lista yfir þá sem koma til greina og milli þeirra er kosið.. Það á aðeins að vera hægt að greiða eitt atkvæði og ekki hægt að breyta eftir á. En þið sem lesið þetta eigið semsagt að geta kosið.

Það er svo dómnefnd sem hefur endanlegt úrskurðarvald. Hún velur úr þremur höfundum sem eru efstir í netatkvæðagreiðslunni og einum sem kemur úr tilnefningarferlinu. Atkvæðagreiðslunni lýkur 14. ágúst, en tilkynnt verður um verðlaunahafann 14. október.

Jón Kalman Stefánsson er einn þeirra höfunda sem eru tilnefndir, en þetta er mjög fríður flokkur eins og sjá má á vefsíðu Nýju akademíunar.  Jón er ekki í amalegum hópi, því þarna eru höfundar eins og Joyce Carol Oates, Ian Ewan, Ahrundati Roy, Margaret Atwood, Neil Gaiman, J.K. Rowling, Sofi Oksanen, Chimamanda Ngozi Adichie, Don De Lillo, Cormac McCarthy, Patti Smith, Elena Ferrante, Thomas Pynchon, Haruki Murakami, Zadie Smith og Paul Auster.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum