Eyjan

Halldór Auðar segir búrkubann rökleysu: „Kúgun verður ekki upprætt með frekari kúgun“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 15:26

Samsett mynd: DV/Wikimedia commons

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir það rökleysu að banna búrkur á almannafæri í nafni umhyggju gagnvart konunum sem bannið beinist að. Svokallað búrkubann tók gildi í Danmörku í gær, verður þeim sem hylja andlit sitt á almannafæri gert að greiða 17 þúsund krónur í sekt. Lögreglan í Danmörku hefur þó gefið það út að lögunum verði ekki framfylgt af hörku. Hér á landi hefur komið upp umræða um að banna búrkur, er þá iðulega talað um búrku sem kúgunartæki karla gagnvart konum. Halldór segir slíkt rökleysu:

„Refsilöggjöf snýst eðli málsins samkvæmt aldrei um umhyggju í garð þeirra sem hún beinist gegn, sama þó reynt sé að klæða hana í slíkan orðræðubúning. Hún snýst um kúgun og stjórnun,“ segir Halldór á Fésbók. Segir hann frjálslynt fólk aldrei getað samþykkt slíkt, ekki frekar en að refsa konum í vændi:

„Kúgun verður ekki upprætt með frekari kúgun. Týpan sem trúir því að heimurinn virki þannig er sama týpa og telur að ofbeldi sé góð uppeldisaðferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum