Eyjan

Gunnar Smári spyr hvers vegna fólk sættir sig við okrið: „Hvað er að okkur Íslendingum?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 12:17

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segir innan hóps flokksins á Facebook að íslenska bankakerfinu sé haldið upp á daglegu okri á fólki og fyrirtækjum Íslands. Hann ber íslenska kerfið saman við það bandaríska og spyr hvað sé að Íslendingum fyrir að leyfa þessu að viðgangast.

Hann deilir tilkynningu Íslandsbanka um afkomu fyrri árshelmings og skrifar: „7,1 milljarða króna hagnaður í sex mánuði af rekstri banka sem er um 30% af bankakerfinu; hver hefur efni á slíkum lúxus? Þetta gera tæplega 50 milljarðar á ári fyrir allt bankakerfið; eða um 3% af landsframleiðslu. Og nú er ekki hægt að afsaka ofurhagnaðinn með að verið sé að endurmeta hruneignir; þetta er meira og minna hagnaður af daglegu okri á fólki og fyrirtækjum. Þetta óskapnaðarkerfi fær að vella áfram óáreitt yfir samfélagið eins og við getum ekki lifað án þess, þessu trúa stjórnvöld, verkalýðshreyfingin, fjölmiðlarnir, háskólasamfélagið … gott ef ekki þjóðkirkjan líka.“

Gunnar Smári hvert sé markmiðið með þessu kerfi. „Og það eru ekki liðin tíu ár síðan bankakerfið hrundi yfir almenning; átt upp kaupmáttinn, magnaði upp skuldirnar og þröngvaði þúsundum fjölskyldna ofan í djúpa fátækt. En svokölluð vinstri stjórn Samfylkingar og Vg endurreisti bankana svo þeir gætu áfram stýrt samfélaginu og blóðmjólkað almenning. Fasteignabólan, þar sem byggt er fyrir þá sem ekki þurfa en ekkert fyrir þau sem eru í neyð, er í boði bankana. Stjórnvöld hafa falið þeim að semja og framfylgja húsnæðisstefnu fyrir okkur. Til hvers erum við að þessu?,“ spyr Gunnar Smári.

Hann segir að í Bandaríkjunum sé bankakerfið hlutfallslega minna. „Að þjóna fyrst og fremst bönkum, færa þeim fórnir, 3% af öllum krónum sem ferðast um hagkerfið og fela þeim drottnunarvald yfir atvinnurekstri og fjölskyldum? Er það vegna góðrar reynslu? Engin þjóð í heiminum sættir sig við bankakerfi sem dregur til sín í hagnað 3% af landsframleiðslu. Í Bandaríkjunum þar sem fyrirferð, græðgi og ofurvald Wall Street hefur verið eitt af meginþemum stjórnarmálaumræðunnar áratugum saman er samanlagður hagnaður bankakerfisins vel undir 1% af landsframleiðslu. Hvað er að okkur Íslendingum? Er þol okkar fyrir vitlausum og óréttlátum kerfum takmarkalaust?,“ spyr Gunnar Smári.

Hann rifjar upp áskorun Kára Stefánsson til stjórnvalda: „Þegar Kári Stefánsson lagði til að 11% af landsframleiðslu færi til heilbrigðismála risu margir í stjórnmálaumræðunni upp og sögðu þetta óraunhæft markmið, jafnvel ekki æskilegt, þrátt fyrir að hátt í 90 þúsund manns hefðu krafist þess að við þetta yrði staðið. Með því að berja íslenska bankakerfið í það ógeð sem Wall Street er; mætti losa um hagnaðartöku þess í samfélaginu og koma framlögum til heilbrigðiskerfisins upp fyrir það sem Kári og þessi níutíu þúsund báðu um. Ég spyr aftur: Hvað er að okkur Íslendingum? Erum við svona vitlaus? Siðlaus? Duglaus? Rænulaus?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum