fbpx
Föstudagur 14.desember 2018
Eyjan

Tommy Robinson laus úr fangelsi í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 10:57

Hinn umdeildi breski aktívisti og íslams-gagnrýnandi Tommy Robinson vann sigur í morgun í áfrýjunarmáli vegna dóms sem hann hlaut í vor fyrir óvirðingu við réttinn. Tommy Robinson var dæmdur í 13 mánaða fangelsi eftir að hann lét mynda sig fyrir utan dómshús í Leeds auk þess að mynda sakborninga er þeir komu til dómshússins og sýndi í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Er talið að um 250.000 manns hafi horft á útsendinguna.

Fréttahömlur voru í gildi á umræddu dómsmáli þar sem talin var hætta á því að umfjöllun gæti haft áhrif á kviðdómendur. Sakborningar voru allir íslamskir karlmenn sakaðir um að hafa misnotað fjölda breskra stúlkna kynferðislega. Gífurlega mörg mál af slíku tagi hafa komið upp á Bretlandi síðustu ár þar sem hópar íslamskra manna, oftast Pakistana, hafa með mjög skipulögðum hætti misnotað unglingsstúlkur og stúlkubörn niður í 11 ára gömul. Tommy Robinson hlaut 10 mánaða fangelsisdóm fyrir umrætt brot auk þess sem þriggja mánaða skilboðsbundinn dómur yfir honum vegna sambærilegs brots í fyrra bættist við.

Dómsúrskurðurinn í morgun er á þá leið að ekki hafi verið sýnt fram á Tommy Robinson hafi skaðað réttarhöldin og sýnt dómnum óvirðingu. Er jafnframt úrskurðað að réttað skuli á ný í málinu. Það eru slæmu fréttirnar fyrir Tommy Robinson sem gæti orðið fundinn sekur á ný.

Tommy Robinson hefur lengi verið afar umdeildur vegna baráttu sinnar gegn íslömskum öfgaöflum á Bretlandi. Hefur hann verið sakaður um að ýta undir fordóma gegn múslimum. Stuðningur við hann víða um heim eftir fangelsun hans í vor hefur hins vegar reynst mjög víðtækur og komið mörgum á óvart. Meðal helstu stuðningsmanna hans eru formaður UKIP, Gerard Batton. Aðilar nátengdir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa líka talað máli hans gagnvart breskum yfirvöldum. Fjölmargir mótmælafundir honum til stuðnings hafa verið haldnir og í fjölmennustu mótmælunum er talið að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt.

Sjá nánar á Sky News

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Fylgi Miðflokksins hrynur – Framsókn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins hrynur – Framsókn rýkur upp
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“
Eyjan
Í gær

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur tekur Framsókn til bæna: „Allt svikið enn og aftur!“ – Rassskelltir svo fast að það nánast blæðir

Vilhjálmur tekur Framsókn til bæna: „Allt svikið enn og aftur!“ – Rassskelltir svo fast að það nánast blæðir
Eyjan
Í gær

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera