fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Tómas Jónsson bestseller, bandarískar bókabúðir og bíó

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er eitt helsta bókmenntaverk íslenskt komið á enska tungu. Ég rakst á þessa útgáfu sem virðist vera alveg prýðileg í bókabúðinni Brookline Booksmith í Boston – alveg frábærri búð þar sem er að finna mikið úrval af samtímabókmenntum. Og svo fornbókabúð í kjallaranum. Bókabúðir hafa víða lagt upp laupana og úrvalið í Barnes & Noble keðjunni er ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir.

Einhvern veginn hafa borgir misst talsvert aðdráttarafl við það að bókabúðir og plötubúðir tóku að hverfa. En í þessari búð var fullt af fólki og margt sem mann langar að lesa. Við hliðina á Bergssyni er austurríski höfundurinn Thomas Bernhard, dularfullur snillingur.

 

 

Á móti bókabúðinni er flottasta bíó í Boston, Coolidge Corner Theatre sem er í gömlum stíl og bæði listrænar bíómyndir og klassískar. Því miður er hálfgerð raun að fara í kvikmyndahús í Bandaríkjunum vegna þess hversu þau eru ljót og óvistleg og fýlan af draslmat yfirgengileg. Bíóin virðast vera byggð eftur stöðluðum teikningum og eru alls staðar eins hvert sem maður fer í landinu. En það eru enn til falleg kvikmyndahús eins og þetta.

 

 

En aftur að Guðbergi. Ég sé að Tómas hefur loks komið út á ensku í fyrra, 51 ári eftir útgáfu bókarinnar á íslensku og allt hneykslið í kringum það. Þýðandinn er Lytton Smith sem hefur líka þýtt bækur eftir Braga Ólafsson, Jón Gnarr og Kristínu Ómarsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“