fbpx
Eyjan

Tómas Jónsson bestseller, bandarískar bókabúðir og bíó

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 19:40

Hér er eitt helsta bókmenntaverk íslenskt komið á enska tungu. Ég rakst á þessa útgáfu sem virðist vera alveg prýðileg í bókabúðinni Brookline Booksmith í Boston – alveg frábærri búð þar sem er að finna mikið úrval af samtímabókmenntum. Og svo fornbókabúð í kjallaranum. Bókabúðir hafa víða lagt upp laupana og úrvalið í Barnes & Noble keðjunni er ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir.

Einhvern veginn hafa borgir misst talsvert aðdráttarafl við það að bókabúðir og plötubúðir tóku að hverfa. En í þessari búð var fullt af fólki og margt sem mann langar að lesa. Við hliðina á Bergssyni er austurríski höfundurinn Thomas Bernhard, dularfullur snillingur.

 

 

Á móti bókabúðinni er flottasta bíó í Boston, Coolidge Corner Theatre sem er í gömlum stíl og bæði listrænar bíómyndir og klassískar. Því miður er hálfgerð raun að fara í kvikmyndahús í Bandaríkjunum vegna þess hversu þau eru ljót og óvistleg og fýlan af draslmat yfirgengileg. Bíóin virðast vera byggð eftur stöðluðum teikningum og eru alls staðar eins hvert sem maður fer í landinu. En það eru enn til falleg kvikmyndahús eins og þetta.

 

 

En aftur að Guðbergi. Ég sé að Tómas hefur loks komið út á ensku í fyrra, 51 ári eftir útgáfu bókarinnar á íslensku og allt hneykslið í kringum það. Þýðandinn er Lytton Smith sem hefur líka þýtt bækur eftir Braga Ólafsson, Jón Gnarr og Kristínu Ómarsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þeir eru dýrustu þingmennirnir

Þeir eru dýrustu þingmennirnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú íslensk stjórnmál? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú íslensk stjórnmál? – Taktu prófið!