Eyjan

Snæbjörn 100% sannfærður um að Eyþóri sé skítsama

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 12:56

Eyþór Arnalds
Skjáskot Snæbjörns.

Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og Pírati, vekur athygli á Facebook-síðu sinni á því að í kosningaprófi RÚV vegna sveitastjórnarkosninga hafi Eyþór Arnalds sagst vera 100 prósent andvígur uppbyggingu félagslegs húsnæðis.

Líkt og hefur komið fram hefur minnihlutinn í borgarstjórn fundað um neyðarástand í málefnum heimilislausra í borginni. Í tilkynningu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Sósíalista og Flokks fólksins, var sagt að þau harmi það sem þau kalla algjört aðgerðarleysi í málefnum heimilislausra af hálfu meirihlutans.

Snæbjörn telur að aðkoma Eyþórs að þessu sé hræsni. „Eyþór Arnalds lýsti sig fullkomlega andvígan frekari uppbyggingu félagslegra íbúða í kosningaprófi RÚV í vor. 100% andvígan meira að segja. Þess vegna hef ég enga trú á að hann beri hag heimilislausra sér fyrir brjósti. Er meira að segja 100% sannfærður um að honum sé skítsama,“ skrifar Snæbjörn á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum